Barnasáttmálinn í 30 ár

 
 
 
 
 
 
 
 
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður 30 ára á þessu ári. Af því tilefni ætlum við hjá RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands) að halda morgunverðarfund þar sem dagskráin á að hverfast um réttindi barna á leikskólaaldri í ljósi barnasáttmálans.
 
Fundurinn verður haldinn á Grand Hóteli þann 6. maí og skipulögð er tveggja tíma dagskrá þar sem boðið er upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð áður en dagskrá hefst.
 
Raddir barna verða á sínum stað sem og kynning frá leikskólanum Króki í Grindavík þar sem Herdís Gunnlaugsdóttir og Salbjörg Júlía Þorsteinsdóttir leikskólakennarar segja okkur frá því hvernig þar á bæ hefur verið stutt við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna?   
 
Fyrirlesarar á fundinum verða einnig Michel Vandenbroek, prófessor við Ghent-háskóla í Belgíu en hann hefur vakið verðskuldaða athygli á ráðstefnum um málefni ungra barna og Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ en hún er mörgum kunn sem brautryðjandi m.a. í rannsóknum með börnum.
 

Frétt um viðburðinn 

 
Drög að dagskrá eru neðar á síðunni
 
Verð 5.500 kr. og er morgunverður frá kl. 8:30-9:00 innifalinn
 

Skráning fer fram hér. 
Lokað hefur verið fyrir skráningu en hægt er að kanna málið með því að senda póst á rannung@hi.is

Auglýsing

 

Dagskrá mánudaginn 6. maí  á Grand Hóteli:

8:30-9:00       Morgunverður
                       Fundur settur – Kristín Karlsdóttir forstöðumaður RannUng

                       Fundarstjórar taka við 

                       Hvað segja börnin?

                       Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ
                       Barnasáttmálinn: Hvaða þýðingu hefur hann fyrir leikskólastarf?

                       Michel Vandenbroek, prófessor við Ghent-háskóla í Belgíu                  
                       Preschool for all: a right of the child or a duty to society?
 
                       Kynning frá leikskólanum Króki í Grindavík
                       Herdís Gunnlaugsdóttir og Salbjörg Júlía Þorsteinsdóttir  
                       Hvernig starfa leikskólar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna?   

                       Umræður á borðum
                       Nokkrir hópar kynna niðurstöður umræðna (og/eða samantefrá fundarstjóra)

11:00              Fundi slitið

Fundarstjórar: Aðalheiður Stefánsdóttir, leikskólastjóri í Reynisholti og
                           Þrúður Hjelm skólastjóri í Krikaskóla    

Í ráðstefnunefnd eru Dr. Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir aðjúnkt, Dr. Sara Margrét Ólafsdóttir verkefnisstjóri, Kristín Karlsdóttir dósent og Margrét S. Björnsdóttir starfsmaður RannUng

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is