Dagskrá Menntakviku 2014

Út er komin endanleg dagskrá Menntakviku 2014.

Fjölbreytt efni er í boði og hefst dagskrá kl. 8:30 föstudaginn 3. október 2014 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ, í fyrirlestrasalnum Bratta.

Að dagskrá í Bratta lokinni, kl. 9:30 verður kaffihlé þar sem veggspjaldakynningar fara fram og í fyrsta kaffihléi verður einnig opnað íorðasafna á sviði menntunarfræða.

Fram eftir degi verða síðan málstofur í 13- 14 kennslustofum Menntavísindasviðs. Þær hefjast kl.9:45, 11:30, 13:45 og 15:30. Í matar- og kaffihléum verða veggspjaldakynningar.

Kennslufræðingar, íþróttafræðingar, þroskaþjálfar, kennarar, sálfræðingar, næringafræðingar og tómstunda- og félagsmálafræðingar kynna sínar rannsóknir svo eitthvað sé nefnt.

Fjallað verður um jafnrétti, sjálfbærni, sköpun, heilsu og velferð, læsi, og lýðræði og mannréttindi svo allir grunnþættir menntunar verða til umfjöllunar.

Allir sem láta sig menntavísindi varða ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þeirri fjölbreyttu dagskrá sem verður  í boði.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is