Einingabær list- og verkgreinanámskeið á vegum kennaradeildar Menntavísindasviðs

Á vorönn 2015 verða í boði sex 5 eininga framhaldsnámskeið við kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. 

 

Námskeiðin eru:

 

Leiklist og tónlist í skólastofunni,  uppspretta náms og gleði

Hönnun og endursköpun í textíl

Myndlist og leirmótun

Matur og hollusta – í orði og á borði

Hljóðfæragerð og tónsköpun í starfi með börnum

Gamalt handverk og safnavinna (sumarnámskeið)

Námskeiðin eru ætluð  kennurum með grunn- eða framhaldsskólaréttindi, nemendum við Listaháskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans sem og fagfélögum í textíl, myndlist og hönnun og smíði.

Hér eru upplýsingar um hvaða námskeið eru í boði ásamt upplýsingum um verð, kennara og tímasetningar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is