Rannsóknir

Aðalmarkmið rannsóknastofunnar er að auka og efla rannsóknir á sviði fjölmenningarfræða með því til dæmis að:
a)    eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á sviðinu,
b)    vera samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu og við fræðimenn annarra sviða,
c)    hafa samstarf og tengsl við þá aðila sem móta stefnu og sjá um framkvæmdir á sviðinu í samfélaginu,
d)    hafa samstarf við erlenda aðila um rannsóknir,
e)    veita nemum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknir og námsverkefni á vegum rannsóknastofunnar,
f)    stuðla að því að yfirsýn fáist yfir rannsóknir á umræddu sviði, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna meðal annars með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi,
g)    veita ráðgjöf og aðra þjónustu á sínu sviði eftir því sem aðstæður leyfa.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is