FRAMHALDSSKÓLI Í ÞRÓUN: RÁÐSTEFNA UM RANNSÓKNIR OG NÝBREYTNI Í FRAMHALDSSKÓLUM

Til framhaldsskólakennara og annarra sem rannsaka framhaldsskólastarf eða standa fyrir nýbreytni í starfi í framhaldsskólum

Óskað eftir málstofuerindum

Ráðstefnan FRAMHALDSSKÓLI Í ÞRÓUN: RÁÐSTEFNA UM RANNSÓKNIR OG NÝBREYTNI Í FRAMHALDSSKÓLUM verður haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð þann 22. september 2017 kl. 12:30–17:30. Á ráðstefnunni verður aðalfyrirlestrur (ekki frágengið hver) og kynningar á nýbreytnistarfi og rannsóknum  í málstofum.

Hér með er auglýst eftir kennurum og öðrum sem vill segja frá rannsóknum sínum á framhaldsskólastarfi eða tala um nýbreytni og þróunarstarf í framhaldsskólum á ráðstefnunni. Gera skal grein fyrir rannsóknarspurningum eða þróunarmarkmiðum, aðferðum og helstu niðurstöðum og ályktunum í  200–300 orða ágripi. Erindin verða 10–15 mínútur hvert og efnt til stuttra umræðna um hvert erindi. Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til að takmarka fjölda erinda eða velja þær tillögur sem henta ráðstefnunni.

Frestur til að skila inn tillögum hefur verið framlengdur til og með 20. júní

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is