Fundur um námskrárþróun og námsmat - 30. apríl

Þriðjudaginn 30. apríl 2019 kl. 15-17, verður haldinn fundur um námskrárþróun og námsmat í annað sinn.

Í þetta skiptið verður fjallað sérstaklega um „samræmt“ hæfnimat í skyldunámi, lokamat, leiðsagnarmat og mat samtvinnað námi og kennslu.
Fimm sérfræðingar ræða hið nýja matskerfi og hlutverk og ábyrgð kennara þar sem hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnikort og bókstafaeinkunnir ráða ferð.

Opin umræða verður í kjölfarið. 

Fundurinn fer fram í Bratta, húsnæði Menntavísindasviðs, við Stakkahlíð þriðjudaginn 30. apríl 2019.

Fundinum verður streymt beint og má nálgast streymið hér: https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=9faa7c55-af2d-4c87-9a92-a...

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is