Gjöf til RannUng

Útskriftarárgangur 1977 frá Fósturskóla Íslands fagnaði 40 ára útskriftarafmæli 27. maí síðastliðinn. Ákveðið var að hagnaður af fagnaðinum kr. 52.000,- yrði látinn renna til rannsókna á kennslu ungra barna. Fulltrúar árgangsins notuðu tækifærið og afhentu gjöfina á viðburði í tengslum við fyrirlestur Michel Vandenbroek sem fram fór á Menntavísindasviði. Fyrri myndin sýnir Margréti Ásgeirsdóttur afhenda Kristínu Karlsdóttur forstöðumanni RannUng gjöfina og á þeirri síðari eru fulltrúar útskriftarhópsins frá vinstri Elín Ásgrímsdóttir, Hólmfríður Sigmarsdóttir, Sigríður Knútsdóttir, Arna H. Jónsdóttir og Margrét Ásgeirsdóttir ásamt Kristínu Karlsdóttur.

Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna á aldrinum 0 til 8 ára og vera vettvangur fræðaþróunar á því sviði með því að og sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu meðal annars með útgáfu fræðigreina, fræðirita og með fyrirlestrahaldi.

Rannsóknarstofan er einungis rekin á styrkjum og kemur þessi gjöf í góðar þarfir. Kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Gjöf afhent

Fulltrúar með gjöf

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is