Gögn fræðimanna Menntavísindasviðs

Gagnasafn: Starfshættir í grunnskólum 2008 til 2013

Gagnasafnið er í eigu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og er aðgengilegt fræðimönnum og háskólanemendum. Gögnunum var safnað í 20 grunnskólum um allt land vegna rannsóknarinnar Starfshættir í grunnskólum sem var samstarfsvettvangur fjölda fræðimanna. Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði Íslands, Rannsóknarsjóði HÍ og HA, Nýsköpunarsjóði námsmanna, Vinnumálstofnun og Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Safnið hefur að geyma umfangsmikil gögn, bæði megindleg og eigindleg:

 • Megindlegi hlutinn samanstendur af spurningakönnunum sem lagðar voru fyrir nemendur í 7.-10.bekk, foreldra þeirra og starfsmenn skólanna. Spurt var um yfir 900 atriði í þessum spurningarkönnum.
  • Kennarar voru meðal annars spurðir um kennsluaðferðir og námsmat, samstarf við nemendur, foreldra og aðra kennara, starfsaðstæður og starfshætti innan skólans.
  • Nemendur voru meðal annars spurðir um aðstöðu nemenda, kennsluaðferðir og viðhorf til þeirra, heimalærdóm, tengslanet,tölvunotkun og viðhorf til einstakra námsgreina.
  • Foreldrar voru meðal annars spurðir um kennsluaðferðir, áhrif foreldra á skólastarfið og áherslur innan þess, samskipti og heimanám.
  • Sjá spurningalista (fjórir kennaralistar, nemendalisti og foreldralisti).
 • Eigindlegi hlutinn hefur að geyma vettvangslýsingar og viðtöl úr þessum 20 skólum.
  • Vettvangslýsingar spanna yfir 87 skóladaga nemenda í 1.-10.bekk ásamt lýsingum úr list- og verkgreinum, alls um 500 kennslustundir. Sjá vettvangsform.
  • Viðtöl voru tekin við nemendur, kennara og stjórnendur skólanna. Fyrir liggja rúmlega 150 afrituð viðtöl. . Sjá viðtalsramma fyrir nemendur, kennara, millistjórnendur og skólastjóra

Skilyrði fyrir notkun gagnanna er að uppruna þeirra sé getið. Rannsakendum ber að gæta nafnleyndar þátttakenda/skóla í hvívetna, ásamt því að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi við alla vinnu með gagansafnið. Rannsakendur sem vilja nýta sér gögn úr safninu þurfa að sækja um aðgang að því og tilgreina hvaða gögnum er óskað eftir og hvert markmiðið er með notkun þeirra. Auk þess þarf viðkomandi að skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu varðandi notkun gagna úr safnsinu.

Hægt er að lesa nánar um markmið, tildrög og skipula rannsóknar og aðferðafræði.

Sendið umsóknir á lararun@hi.is eða krishar@hi.is.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is