Hugbúnaður

Menntavísindastofnun Háskóla Íslands getur veitt rannsakendum á Menntavísindasviði aðgang að hugbúnaði sem gagnast í rannsóknarvinnu. Þar má helst nefna forritin ATLAS.ti og Qualtrics.

Eigindlegar rannsóknir:

Megindlegar rannsóknir:

ATLAS.ti logo


Hvað er ATLAS.ti?

Atlas.ti er forrit sem er aðallega notað við eigindlegar rannsóknir og greiningu eigindlegra gagna, en ræður einnig við megindleg gögn og einfalda greiningu á þeim. Rannsakendum með megindleg gögn er sérstaklega bent á að ATLAS.ti gæti líka gagnast þeim, til að mynda til þess að vinna úr opnum spurningum í spurningakönnunum. Rannsakendur á Menntavísindasviði geta fengið aðgang að ATLAS.ti gegnum Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. Rannsakendum er sérstaklega bent á kynningarmyndbönd ATLAS.ti.

Af hverju ATLAS.ti?

Atlas.ti gerir rannsakendum kleift að halda utan um mikið magn og margvíslegar tegundir eigindlegra gagna. Forritið auðveldar rannsakendum að skipuleggja og flokka gögnin, tengja þau saman innbyrðis, finna og greina flókin fyrirbæri á kerfisbundinn hátt, uppgötva mynstur í gögnunum og prófa tilgátur. Auk þess gefur Atlas.ti rannsakendum kost á því að setja niðurstöður fram með ýmsum hætti, bæði myndrænt og í skýrsluformi.

Hvaða gögn er hægt að greina í ATLAS.ti?

Einn helsti kostur ATLAS.ti er hvernig forritið auðveldar rannsakendum að sameina margar tegundir gagna, flokka þau og greina samtímis. Rannsakendur hlaða inn gögnum og greina þau í ATLAS.ti. Á hvaða tímapunkti sem er getur rannsakandinn bætt við gögnum eða tekið út eldri gögn.

Dæmi um gögn sem hægt er að vinna með í ATLAS.ti:

  • Hefðbundnir textar (til dæmis afrituð viðtöl, blaðagreinar og skýrslur)
  • Margmiðlunargögn
  • Myndir (svo sem ljósmyndir, skjámyndir og skýringarmyndir)
  • Hljóðupptökur (til dæmis viðtöl, útsendingar og tónlist)
  • Myndbönd
  • PDF-skjöl
  • Landfræðileg gögn (e. geo data)

Einnig hægt að hlaða inn megindlegum gögnum og gera einfalda greiningu á þeim.

Hvernig fer úrvinnsla gagna fram í ATLAS.ti?

ATLAS.ti er notendavænt forrit sem gerir rannsakendum kleift að kóða, greina og eiga við gögnin á einfaldan máta. Rannsakendur hafa möguleika á því að vega og meta mikilvægi gagnanna ásamt því að skoða myndrænt flókin sambönd á milli þráða. Auk þess er hægt að leita eftir orðum eða orðasamböndum í gögnunum. Forritið eykur yfirsýn og getur haldið utan um mikið magn af gögnum, meðal annars kóðanir, þemu og athugasemdir rannsakenda.

Qualtrics logo


Hvað er Qualtrics?

Qualtrics er öflugt forrit fyrir netkannanir. Það er aðallega ætlað fyrir spurningakannanir en býður einnig upp á aðra möguleika á notkun. Til að mynda hafa rannsakendur á Menntavísindasviði notað Qualtrics til þess að halda utan um gátlista í vettvangskönnun og starfsfólk Menntavísindastofnunar notar forritið við skráningu og innsendingu ágripa fyrir ráðstefnuna Menntakviku. Rannsakendur á Menntavísindindasviði geta fengið aðgang að Qualtrics gegnum Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.

Hvernig spurningar?

Í Qualtrics er hægt að setja upp hefðbundnar spurningar. Qualtrics gefur til að mynda kost á opnum spurningum sem notendur geta svarað með eigin orðum. Einnig er hægt að búa þannig um að notendur geti merkt við fleiri en einn svarmöguleika.

Auk þess má setja inn óvenjulegri atriði, spurningar og svarmöguleika sem oft getur reynst erfitt að setja upp á rafrænu formi. Dæmi:

Smellið hér til að fræðast nánar um mismunandi spurningar/prófatriði sem hægt er að setja upp í Qualtrics.

Samskipti þátttakenda og rannsakenda

Qualtrics kerfið má nota til þess að hafa samskipti við þátttakendur. Það má senda út kannanir, ítrekunarpósta, þakkarpósta o.s.frv. Þar sem Qualtrics getur haldið utan um hverjir á þátttakendalistanum hafa lokið könnun er hægt að tryggja að fólk sé ekki ónáðað að óþörfu með ítrekunarpóstum.

Einnig er hægt að setja kerfið upp þannig að það sendi rannsakendum póst ef tilteknum skilyrðum er fullnægt, t.a.m. þegar þátttakandi svarar spurningu á tiltekinn hátt

Qualtrics má einnig nota til þess að velja í úrtak úr stærri hópi fólks, eða til þess að setja þak á hversu margir þátttakendur sem uppfylla tiltekin skilyrði mega taka þátt í rannsókninni.

Stjórntæki

Í venjulegum spurningakönnunum hefur rannsakandi oft litla stjórn á því hver sér hvað og hvenær. Venjulega sjá því allir þátttakendur allar spurningar í sömu röð. Qualtrics gefur rannsakandanum mun meiri stjórn. Til að mynda gefur Qualtrics færi á að:

Gögn

Qualtrics heldur utan um þátttakendalista og öll gögn um þátttakendur, bæði lýsigögn (e. metadata, t.d. tölvupóstföng), auk þeirra gagna sem safnast í könnuninni.

Niðurstöður eru aðgengilegar á ýmis konar formi (.CSV eða comma separated values, SPSS, Fixed Field Text, XML og HTML). Qualtrics býður einnig upp á einfaldar skýrslur um helstu niðurstöður, en sumar tegundir skýrslna eru enn í þróun.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is