Starfsþróun Menntavísindastofnunar starfar á fagsviði uppeldis- menntunar og þjálfunar og er ætlað að þjóna þeim fagstéttum sem starfa á þeim sviðum.

Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun sem sinnir einnig starfsþróun á vettvangi menntavísinda. Stofnunin sinnir rannsóknum, ráðgjöf og þjónustuverkefnum sem tengjast viðfangsefnum menntavísinda.

Kennarardeild og uppeldis- og menntunarfræðideild HÍ bjóða upp á stök einingbær námskeið á vormisseri 2017.

Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2017. Kynnið ykkur framboðið hér.

Um stofuna

Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að hafa frumkvæði að auknum rannsóknum á íslenskum menningararfi og skólastarfi. Þar ber m.a. að nefna viðhorf til fortíðar, nútíðar og fjölmenningar með tilliti til faggreinarinnar íslensku. Lögð yrði áhersla á rannsóknir á íslensku sem fræðasviði og námsgrein. Þannig yrðu stuðlað að rannsóknum á íslenskukennslu, aðferðum og námsefni en einnig kannað hvernig kennsla í íslensku tengist öðrum námsgreinum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is