Um stofuna

Þann 17. júní 2008 gerðu Kennaraháskóli Íslands og Sigurður Konráðsson, fyrir hönd fagráðs í íslensku, með sér samning um stofnun og rekstur rannsóknarstofu sem ber heitið Rannsóknarstofa í íslenskum fræðum og íslenskukennslu.
 
Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að hafa frumkvæði að auknum rannsóknum á íslenskum menningararfi og skólastarfi. Þar ber m.a. að nefna viðhorf til fortíðar, nútíðar og fjölmenningar með tilliti til faggreinarinnar íslensku. Lögð yrði áhersla á rannsóknir á íslensku sem fræðasviði og námsgrein. Þannig yrðu stuðlað að rannsóknum á íslenskukennslu, aðferðum og námsefni en einnig kannað hvernig kennsla í íslensku tengist öðrum námsgreinum.
 
Í ljósi nýrra laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla og nýrrar aðalnámskrár skapast spennandi aðstæður í skólum sem mikilvægt er að fylgjast með og móta. Íslenskukennarar við Menntavísindasvið eru í góðri aðstöðu til að hafa forgöngu um rannsóknir á þessu sviði í ljósi nálægðra við vettvang og rannsókna á kennslufræðilegum þáttum íslenskunnar.
 
Eitt af viðfangsefnum rannsóknarstofunnar verður að greiða fyrir samstarf við stofnanir á sviði fræðslu- og menningarmála, bæði heima og erlendis. Má þar nefna íslenskuskor Háskóla Íslands, Árnastofnun, Námsmatsstofnun, Námsgagnastofnun, kennaradeild Háskólans á Akureyri, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Rithöfundasamband Íslands. Einnig verður litið til erlendra stofnana sem sinna móðurmálskennslu, ekki síst á Norðurlöndum. Þá verður lögð áhersla á samvinnu við fræðslustofnandi, sveitarfélög og ráðuneyti.
 
Nemendur í framhaldsnámi á vettvangi íslensku og íslenskukennslu hefur fjölgað mjög við Menntavísindasvið. Ætlunin er að virkja þessa nema eftir því sem kostur er og beina þeim inn á tilteknar brautir, sem tengjast rannsóknum leiðbeinenda og áherslum rannsóknastofunnar.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is