Lífsstíll 9-15 ára Íslendinga

Í stóru rannsóknarverkefni eins og Lífstíll 9 og 15 ára Íslendinga er rannsóknarferlið bæði langt, margþætt og flókið. Hægt er að skipta rannsóknarferlinu niður í minnst fimm  megin verkþætti þar sem hver og einn verkþáttur getur staðið sjálfstætt. Þessir fimm verkþættir eru:
Undirbúningur, skipulag rannsóknar, hugmyndarsköpun, öflun leyfa og fjármögnun
Framkvæmd rannsóknar og gagnasöfnun
Úrvinnsla og meðferð gagna
Kynning á niðurstöðum og túlkun
Skrif vísindagreina og birting þeirra
 
Margir lögðu hönd á plóg við gerð þessarar rannsóknar, bæði við framkvæmd hennar og gagnasöfnun, sem og við greinaskrif í vísindatímarit og fleira:
Dr. Erlingur Jóhannsson, prófessor HÍ, var yfirstjórnandi verkefnisins og stýrði verkþáttum þess
Dr. Inga Þórsdóttir, prófessor HÍ, hafði yfirumsjón með rannsóknum á mataræði
Gestur Pálsson, sérfræðingur í barnalækningum. Barnaspítala Hringsins - Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, kom að töku og meðferð blóðsýna
Dr. Þórarinn Sveinsson, dósent HÍ, hafði yfirumsjón með hreyfimælingum og kom að þrekmælingum
Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, dósent HÍ, hafði yfirumsjón með þrekmælingum og blóðþrýstingsmælingum
Dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor HÍ, og Viðar Halldórsson, lektor HR, komu að uppsetningu spurningalista og sáu um framkvæmd þeirra
Aðrir sem einnig aðstoðuðu við gagnaöflun og hafa skrifað vísindagreinar:
Ingibjörg Gunnarsdóttir, dósent HÍ
Kristján Þór Magnússon, doktorsnemi HÍ
 
Meistaraverkefni
Fjórir meistaranemar unnu meistaraverkefni sín úr gögnum rannsóknarinnar:
Gry Skjæveland, MS í íþróttafræði, lauk meistaragráðu frá Norska Íþróttaháskólanum í Osló, Noregi 2004. Titill ritgerðar: Sammenheng mellom overvekt og kardiorespiratorisk form hos 15-åringer på Island – samt medbestemmende variabler på overvekt.
 
Hafrún Eva Arnardóttir, MS í næringarfræði, lauk meistaragráðu frá Háskóla Íslands haustið 2005. Titill ritgerðar: Diet and body composition of 9- and 15-year-old children in Iceland.
 
Diana Elisabeth Markus, MS í næringarfræði, mun verja meistarprófsritgerð sína í næringarfræði við Háskólann í Kuopio á vormisseri 2006. Handriti að ritgerðinni lauk hún í ágúst 2005 við Rannsóknarstofu í Næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala-Háskólasjúkrahús. Titill ritgerðar: Dietary intake, blood lipids and fasting insulin levels in 15-year-old Icelandic adolescents.
 
Katla Sóley Skarphéðinsdóttir, MS í íþróttafræði, lauk meistaragráðu frá Norska Íþróttaháskólanum í Osló, Noregi 2007. Titill rigerðar: Helserelatert form blant ni- og femtenåringer på Island med hensyn
til befolkningstetthet : en tverrsnittundersøkelse på forkomst av
overvekt og fedme, og nivå av kardiorespiratorisk form.
 
Að auki naut rannsóknarverkefnið stuðnings og aðstoðar m.a. frá starfsfólki Íþróttafræðaseturs HÍ á Laugarvatni, Rannsóknarstofu í Næringarfræði við HÍ og LSH, og starfsfólki Barnadeildar Hringsins.
 
Niðurstöður
 

Hér verða taldar upp helstu niðurstöður rannsóknarinnar, en að auki hafa niðurstöðurnar verið í ritrýndum greinum, á veggspjöldum, og með erindum og fyrirlestrum.
 
Holdafar og þrek
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að um 20% af þeim 9 og 15 ára íslensku börnum sem tóku þátt í rannsókninni voru of þung eða of feit. Ofþung börn hafa minna þrek en þau sem eru í kjörþyngd og því hærra sem fituhlutfall þátttakenda var, því minna hreyfðu þeir sig. Bæði 9 og 15 ára drengir hreyfa sig meira og hafa meira þrek en stúlkur á sama aldri. Athyglisvert er að þegar ferill ofþyngdar hjá börnum er skoðaður afturvirkt kemur í ljós að 51% barna sem eru of þung við 6 ára aldur eru það einnig við 15 ára aldur. Meðalþyngd barna er að aukast því að við 9 ára aldur voru börn fædd 1994 0,5 kg þyngri en börn fædd 1988 og að sama skapi eru tvöfalt fleiri börn skilgrind sem offeit í 1994 árganginum, bæði við 6 og 9 ára aldur.
 
Mataræði og næring
Hlutfall orkuefna í fæði barnanna var að jafnaði samkvæmt ráðleggingum, að undanskildum viðbættum sykri og mettaðri fitu sem voru hærri og neyslu mjúkrar fitu og trefjaefna sem var lægri en ráðlagt er. Ávaxta- og grænmetisneysla var lítil og hið sama gildir um fiskneyslu en hún var að meðaltali um 30 grömm á dag. Meðalneysla sætra drykkja var um hálfur lítri á dag og um 40% sykurs í fæði barnanna komu úr sætum drykkjum. Of þungir 9 ára drengir borðuðu meira magn af mat, sælgæti, sætum drykkjum og kjötvörum en drukku minna af mjólk en jafnaldrar þeirra í kjörþyngd. Of þungar 9 ára stúlkur og 15 ára drengir greindu sig ekki frá jafnöldrum sínum í orkuinntöku.
 
Íþróttaþátttaka
Íþróttaiðkun íslenskra barna og unglinga er algeng. Fleiri börn hreyfa sig og taka þátt í íþróttum innan íþróttafélaga 2003-2004 en 1992. Skipuleg íþróttaiðkun er að aukast þar sem þeir sem stunda íþróttir æfa meira en áður og tengist það ýmsum þáttum í umhverfi íþróttanna. En þrátt fyrir aukna þátttöku í íþróttum og hreyfingu eru ýmsir kyrrsetuþættir orðnir fyrirferðarmiklir í lífi ungs fólks og piltar eyða meiri tíma í tölvuleiki og horfa meira á sjónvarp en stúlkur.
 
Úrræði
Þessar rannsóknarniðurstöður gefa til kynna að offita íslenskra barna sé mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál, sérstaklega vegna þess að ástæður aukins hreyfingarleysis og offitu barna eru ekki alveg augljósar. Fullyrða má að offituvandinn eigi rætur sínar að rekja til þeirra miklu samfélags- og menningarlegu breytinga sem orðið hafa á undanförnum árum í verstrænum nútímaþjóðfélögum.
Í ljósi þess verður í framtíðinni að grípa til markvissra samfélagslegra aðgerða til að drara úr mætti þess offituhvetjandi umhverfis sem fólk á Íslandi býr við. Aðgerðaáætlanir verða því að stefna að bættu mæðra- og unbarnaeftirliti, auknu vægi hreyfingar í skólastarfi leik-, grunn- og framhaldsskóla, sem og að tryggja að í skólum sé í boði hollur og næringarríkur matur. Nauðsynleg er að efla vitund og ábyrgð foreldra á mikilvægi hreyfingar og hollu og réttu mataræði fyrir alla í fjölskyldunni. Auka þarf fjölbreytileika íþróttastarfs á vegum íþróttafélaga þannig að starfið höfði til fleiri einstaklinga og tryggja verður að börn yngri en 10 ára hafi frían aðgang að íþróttaþjálfun.
 
Mikilvægt er að sveitarfélög tryggi að góðir leikvellir, sparkvellir, útivistarsvæði, hjólastígar og önnur opin svæði séu til staðar.
 
Að lokum er afar brýnt að stjórnvöld marki skýrari stefnu varðandi aðgerðir og að í framtíðinni verði meiri fjármunum veitt til rannsókna á þessu fræðasviði. 
 
Eftirfarandi skólar tóku þátt í rannsókninni:
Austurbæjarskóli, Reykjavík
Borgarhólsskóli, Húsavík
Breiðholtsskóli, Reykjavík
Brekkuskóli, Akureyri
Grunnskólinn Egilsstöðum og Eiðum
Fellaskóli, Reykjavík
Grunnskóli Bláskógabyggðar, Laugarvatni
Hamraskóli, Reykjavík
Hrafnagilsskóli, Eyjafjarðarsveit
Húsaskóli, Reykjavík
Hvaleyrarskóli, Hafnarfirði
Kópavogsskóli, Kópavogi
Langholtsskóli, Reykjavík
Litlulaugaskóli, Laugum Þingeyjarsveit
Lundarskóli, Akureyri
Oddeyrarskóli, Akureyri
Reykjahlíðarskóli, Mývatnssveit
Síðuskóli, Akureyri
Stórutjarnaskóli, Þingeyjarsveit 
 
Samstarfsaðilar
Rannsóknarverkefnið "Lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga" var unnið í samvinnu við marga aðila, m.a.:
Grunnskólana sem tóku þátt (sjá að ofan) - þökkum börnunum kærlega fyrir þátttökuna
Landspítala - háskólasjúkrahús (Barnaspítala Hringsins)
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
Heilbrigðisstofnun Austurlands
Heilsugæsluna á Akureyri
og margir fleiri
 
Styrktaraðilar
Eftirtaldar stofnanir og fyrirtæki studdu verkefnið með beinum og
óbeinum hætti. Heildarfjárframlag þessara aðila var um 17 milljónir.
 
  Menntamálaráðuneytið - Íþróttasjóður
  Rannsóknarsjóður og Rannsóknarnámssjóður (Rannís)
  Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands
  Rannsóknarsjóður Kennaraháskóla Íslands
  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
  Markaðsnefnd Mjólkuriðnaðarins
  Sjóvá-Almennar
  Bros auglýsingastofa
  Landsbanki Íslands
  Bílaleiga Akureyrar
  Nathan & Olsen
  Actavis
  Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
  Brim ehf
 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is