Um stofuna

Rannsóknarstofa í Íþrótta- og Heilsufræðum (RÍH) var formlega stofnuð við Íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands, nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands, þann 15. febrúar 2008. Þá þegar voru nokkrar stórar rannsóknir komnar í gang og undirbúningur að fleirum í gangi.
 
Tilgangur stofnunar RÍH er m.a. að auka frumkvæði og efla rannsóknir á sviði íþrótta- og heilsufræða. Einnig mun RÍH veita þjónustu á sviði rannsókna og ráðgjafar og standa fyrir ráðstefnum, málþingum, námskeiðum og útgáfu á sviði íþrótta- og heilsufræða.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is