Lestur er lykill að ævintýrum - kall eftir ágripum

Læsisráðstefnan Lestur er lykill að ævintýrum verður haldin á vegum Menntamálastofnunar og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands laugardaginn 18. nóvember nk. við Háskóla Íslands.   
 
Erlendir og innlendir fræðimenn flytja erindi um læsi í leik- og grunnskólum. 
Einnig verða málstofur sem skipt verður upp í eftirfarandi flokka: 
  • Leikskóli 
  • Yngsta stig grunnskóla 
  • Miðstig grunnskóla 
  • Unglingastig 
Áherslur ráðstefnunnar: 
  • Hvernig eflum við áhuga nemenda á lestri?
  • Hvað er hægt að gera til að nemendur nái betri árangri í lestri?
  • Hvað geta kennarar gert til að stuðla að betri árangri í lestri? 
Áhugasamir eru hvattir til að senda inn ágrip fyrir 4. september nk. 
 

Viltu vita meira? 

Nánari upplýsingar veita Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri á Menntavísindastofnun (sh@hi.is / 525-5388) og Kristín Erla Harðardóttir, forstöðumaður Menntavísindastofnunar (krishar@hi.is / 525-4165). 
Veldu viðeigandi skólastig. Veldu annað ef erindið er þvert á skólastig og ekki skiptir máli á hvaða skólastigi áheyrendur vinna.
200 orða ágrip er sett hér inn.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is