Málþing: Leiðsögn nema og nýliða í skólastarfi.

Þann 26. janúar næstkomandi verður haldið málþingið: Leiðsögn nema og nýliða í skólastarfi. Samstarf háskóla og skóla. Miklu skiptir að þeir sem koma að þessum málum á Menntavísindasviði sæki málþingið, auk kennara og skólastjórnenda í leik- grunn- og framhaldsskólum.  

Markmið málþingsins er að efla samstarf milli háskóla og skóla um vettvangsnám og leiðsögn kennaranema og nýliða, og stuðla þannig að betri kennaramenntun og starfsþróun.

Að ráðstefnunni standa kennaradeild Menntavísindasviðs, kennaradeild Háskólans á Akureyri og Kennarasamband Íslands.
Málþingið stendur frá kl. 13.30 – 17.00. 

Sjá dagskrá og skráningu hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is