Um stofuna

Rannsóknarstofa í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi hefur starfað frá árinu 2009. Starfandi formaður stofunnar er Steinunn Helga Lárusdóttir, dósent við uppeldis- og menntunarfræðideild. Rannsóknarstofan getur bæði veitt einstökum  fræðimönnum á Menntavísindasviði og rannsóknarhópum tækifæri til að sinna hluta af sinni rannsóknarskyldu  innan stofunnar.  Stjórnarmenn í rannsóknarstofunni vinna að margvíslegum rannsóknum á eigin vegum en hafa jafnframt unnið sameiginlega að rannsókn á áhrifum kreppunnar á skólastarf í þrem sveitarfélögum. Rannsóknarstofan birtir afrakstur rannsókna sinna í fræðilegum tímaritum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is