Um stofuna

Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi var stofnuð 30. júní 2009 og var samningur um stofuna undirritaður af ábyrgðarmanni hennar, Steinunni Helgu Lárusdóttur og formanni rannsóknarráðs Menntavísindasviðs, Steinunni Gestsdóttur. Formaður stofunnar frá stofnun hennar og til ársins 2013 var Ólafur H. Jóhannsson. Starfandi formaður stofunnar er Steinunn Helga Lárusdóttir sem tók við embættinu 23. október 2013. 
 
Rannsóknarstofan getur veitt fræðimönnum á Menntavísindasviði tækifæri til að sinna hluta af sinni rannsóknarskyldu á vegum stofunnar. Hún getur ennfremur veitt rannsóknarhópum tækifæri til að starfa á sínum vegum. Rannsóknarstofan birtir afrakstur rannsókna sinna opinberlega. Rannsóknarstofan fylgir reglum Háskóla Íslands um rekstur og rannsóknir, meðal annars um meðferð og varðveislu gagna og skjala. Hún gerir  formanni rannsóknarráðs Menntavísindasviðs reglulega grein fyrir starfi sínu .
 
Hlutverk rannsóknarstofunnar er að stunda rannsóknir á sviði menntastjórnunar, nýsköpunar og matsfræða og standa fyrir ráðstefnum, málþingum og útgáfum á sínu sérsviði.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is