Milli stafs og hurðar? Millistjórnendur í leik-og grunnskólum

Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að ræða saman um hlutverk sitt, stöðu og reynslu. Inn á milli verða stutt fræðileg innslög sem tengd verða við umræður og vettvang.
Á námskeiðinu er fjallað um eftirfarandi þætti:
Að verða millistjórnandi: Er ég leiðtogi, stjórnandi, jafningi, reddari, kennari …?
Að veita forystu: Mesta áskorunin? Helstu erfiðleikarnir?
Að vera „á milli“ í stjórnskipulagi skóla: Kröfur, mótsagnir og möguleikar.
Að vinna af heilindum. Sjálfsskoðun og ígrundun gilda og lifssýnar
Að horfa til framtíðar. Hvað vil ég gera? Hvað get ég gert og hvernig?
 
Gert er ráð fyrir að þátttakendur vinni lítil verkefni eða geri athuganir á sínum vinnustað á milli tíma.  
 
Tími:
21.09. 12.10. 02.11. og 23.11.
kl. 13:30-16:30
 
Kennari:
Steinunn Helga Lárusdóttir, dósent
 
Kennslustaður:
Menntavísindasvið v. Stakkhlíð
 
Verð: 
17 000,- (námskeiðið er niðurgreitt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla).
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is