Milli stafs og hurðar? Millistjórnendur í leik- og grunnskólum

Við hvað fást millistjórnendur (deildarstjórar, fagstjórar o.fl.) í leik- og grunnskólum landsins? Eru þeir faglegir leiðtogar eða „reddarar“ á sífelldum hlaupum við að þjóna öðrum? Bæta millistjórnendur skólastarfið? Hver er sýn þeirra á hlutverk sitt? Hvernig gengur þeim að starfa í anda hennar?

Millistjórnendur hafa verið hluti af stjórnskipulagi skóla í nærri tvo áratugi. Sumir þeirra eru stjórnendur með mannaforráð en sinna jafnframt kennslu eða öðru starfi með börnum. Þeir hafa því bæði stöðu stjórnanda og kennara. Aðrir eru í 100% stjórnunarstarfi. Rannsóknir hér á landi og erlendis sýna að starf millistjórnenda er fjölbreytt, erilsamt og oft á tíðum erfitt.

Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að ræða saman um hlutverk sitt, stöðu og reynslu. Inn á milli verða stutt fræðileg innslög sem tengd verða við umræður og vettvang.

Á námskeiðinu er fjallað um eftirfarandi þætti:
  • Að verða millistjórnandi: Er ég leiðtogi, stjórnandi, jafningi, reddari, kennari …?
  • Að veita forystu: Mesta áskorunin? Helstu erfiðleikarnir?
  • Að vera „á milli“ í stjórnskipulagi skóla: Kröfur, mótsagnir og möguleikar.
  • Að vinna af heilindum: Sjálfsskoðun og ígrundun gilda og lifssýnar
  • Að horfa til framtíðar: Hvað vil ég gera? Hvað get ég gert og hvernig?

Gert er ráð fyrir að þátttakendur vinni lítil verkefni eða geri athuganir á sínum vinnustað á milli tíma.  

Tímasetningar:
Efninu er skipt á eftirfarndi þrjá daga: 05.06, 12.06 og 19.06. kl. 13:30-17:00.

Kennari:
Steinunn Helga Lárusdóttir, dósent.

Steinunn Helga hefur rannsakað og skrifað greinar um hlutverk og viðfangsefni millistjórnenda og sýn þeirra á eigið starf sem birst hafa á Íslandi og erlendis. Hún hefur í mörg ár verið önnur tveggja umsjónarkvenna námskeiðsins Hlutverk milistjórnenda sem er 10 eininga valnámskeið á MVS.

Kennslustaður:
Menntavísindasvið Háskóla Íslands v. Stakkhlíð, stofa K-208.

Markhópur:
Millistjórnendur (deildarstjórar, stigstjórar, árgangastjórar, fagstjórar, verkefnastjórar o.fl.) í leik- og grunnskólum.

Eftirfylgni í formi ráðgjafar ef óskað er.

Verð: 
10.000,- (námskeiðið er niðurgreitt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is