NaNO - ný vísindi með sjálfbærni að leiðarljósi

Markmið þessa námskeiðs er að styðja við kennara og styrkja þá í þverfaglegum vinnubrögðum og umfjöllun um viðfangsefni sem eiga það sameiginlegt að flokkast undir náttúruvísindi, sjálfbærni og tækni 21. aldar. Þau eru í eðli sínu þvert á greinar, bóklegar og verklegar. Mörg viðfangsefnanna teygja sig einnig yfir í samfélagsgreinar og samspil vísinda, tækni, náttúru og samfélags. Áhersla verður á grunnþætti menntunar, sérstaklega læsi og sjálfbærni í tengslum við loftlagsbreytingar, áhrif þeirra á náttúru, lífríki og efnahag.

 

Afurðir: Á námskeiðinu verður ýmist unnið að námsefni þannig að það nýtist ólíkum námsgreinum og stuðli að samþættingu þeirra eða verkefnum sem tengjast vinnu við gerð nýrra skólanámskráa.

 

Markhópur: Kennarar á mið- og unglingastigi grunnskóla, aðrir kennarar og skólastjórnendur velkomnir.

 

Tímabil og staðsetning: Staðlotur fara fram einu sinni í mánuði (að desember undanskildum) frá september 2014 – apríl 2015. Ýmist í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands eða í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.  Kennt verður seinni part dags.

 

Lengd námskeiðs:   46 kennslustundir (1 kest = 45 mín).

 

Verð: 35.500 kr

 

Athugið að það er hægt að taka namskeiðið sem einingabært námskeið þá er  skráningagjaldið,  55.000.- og verkefnavinna til að skila fullu vinnuframlagi.

CAPTCHA
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Enter the characters shown in the image.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is