Náttúrufræði fyrir grunnskólakennara

Markmið þessa námskeiðs er að auka faglega þekkingu kennara á yngsta- og miðstigi grunnskóla í náttúrufræðum út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla.  Áherslan er bæði  á fræðilegan bakgrunn sem og að efla getu kennara í að skipuleggja og stýra verklegri kennslu enda vita allir að það er líf og fjör í náttúrunni .
Dæmi um viðfangsefni: 
Stjörnufræði, jarðsaga, jarðfræði og veðurfræði. Auðlindir, sorpflokkun og endurnýting. Mannslíkaminn og heilbrigði, lífsskilyrði. Samspil lífvera og lífvana þátta, náttúrulegir ferlar, þróun og aðlögun. Orka, kraftar, hraði, lengd, ljós og hljóð. Varmi, efnaferlar, hamskipti og þensla.
Markhópur: Kennarar á yngsta og miðstigi grunnskóla í Garðabæ.
Kennsla og leiðsögn: Náttúrufræðikennarar úr HÍ, grunn- og framhaldsskólum.
Tímabil og staðsetning:
Námskeiðið er 60 kennslustundir (1 kest = 45 mín). Námskeiðið hefst um miðjan janúar og stendur fram í ágúst 2015 að júní og júlí undanskildum. Staðlotur fara fram á þriggja vikna fresti og kennt verður á mismunandi vikudögum kl. 13:00-17:00. Sumarlota, þrír samliggjandi dagar, verður fyrir miðjan ágúst 2015.
 
Kennt verður í grunnskólum Garðabæjar, úti í náttúrunni eða fyrirtækjum og stofnunum. Á milli staðlota gefast tækifæri til að eiga samskipti á netmiðlum.
 
Einingabært námskeið:
Ef kennarar velja eininganámskeið vinna þeir að auki skrifleg verkefni, lesa fræði og skoða störf sín með aðferðum starfendarannsókna.
Verð:
Þátttakendur sem taka námskeiðið ekki til eininga sækja það sér að kostnaðarlausu. Þeir sem kjósa að gera námskeiðið einingabært greiða skráningargjöld. Einingabært nám (5/10 ECTS) kostar 55.000 kr. Þeir sem velja þennan kost geta  sótt um að fá styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá KÍ.
 
 
Hér merkið þið við hvort þið hugsið ykkur að taka þetta námskeið til eininga.
CAPTCHA
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Enter the characters shown in the image.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is