Rannsóknir og önnur viðfangsefni

 

Meðal viðfangsefna frá stofnun stofunnar hafa verið:

  • Fundir um aðalnámskrár allra skólastiga
  • Málþing í samstarfi við þrjár aðrar rannsóknastofur undir yfirskriftinni Álitamál í kennslu frá sjónarhorni fjögurra námsgreina.
  • Samstarf um þróun námsmats, m.a. Kennslumiðstöð Háskóla Íslands um námskeið fyrir háskólakennara um gerð prófa
  • Norrænt samstarfsverkefni um útgáfu nýs rafræns tímarits, Nordisk Tidskrift för Allmän Didaktik (NOAD), sem hefur það að markmiði að fjalla um námskrárleg málefni, námsmat og námsskipulag, sem endurspeglar rannsóknir og þróun náms og kennslu í almenna skólakerfinu á Norðurlöndum og að nokkru marki í Evrópu
  • Samstarf við Rannsóknastofu um skapandi skólastarf, þar sem staða nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar hefur verið rannsökuð. Tvær greinar um efnið birtar í Netlu: Rætur nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í íslenskum námskrám og skólamálaumræðu og Að uppfæra Ísland. Sýn stjórnenda íslenskra framhaldsskóla á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og framkvæmd námssviðsins í námskrárfræðilegu ljósi
  • Rannsókn á opinberum stefnuritum um náttúruvísindi fyrir alla í skóla fyrir alla
  • Að skapa vettvang fyrir meistara-­ og doktorsnema til að taka þátt í rannsóknum á námskrám, námsmati og námsskipulagi
  • Samstarf og rannsóknir sem beinast að námsaðstæðum bráðgerra barna
  • Rannsóknir á ólíkum birtingarmyndum námskrár, m.a. hinni opinberu skrifuðu námskrár, hinni duldu námskrá, núllnámskrá o.fl.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is