GeoGebru-námskeið á íslensku

Boðið verður upp á GeoGebrunámskeið, fyrir grunn- og framhaldsskólakennara, á íslensku föstudaginn 13. október kl. 9 -12 (áður en ráðstefnan hefst). Þátttakendur verða að hafa með sér fartölvu.

Fyrir framhaldsskólakennara: Þetta námskeið er haldið í samstarfi við Flöt, félag stærðfræðikennara. Þátttaka í því og ráðstefnunni er styrkt af SEF og verður þátttökugjald fyrir bæði ráðstefnu og námskeið, 20 000 kr.  Ef næg þátttaka fæst verður nemendum skipt í byrjendur og lengra komna.

Fyrir grunnskólakennara: þáttaka í þessu námskeiði er innifalin í ráðstefnugjaldi. Ef næg þátttaka fæst verður nemendum skipt í byrjendur og lengra komna.

 

Kennarar á námskeiðunum verða m.a. Bjarnheiður Kristinsdóttir og Freyja Hreinsdóttir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is