Opinn fundur 31.08. 2015 - Starfsþróun kennara

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara mun standa fyrir opnum fundi 31. ágúst 2015 kl. 10-14 í Gerðubergi um hlutverk, ábyrgð og skyldur hagsmunaaðila hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, skólastjórnenda og ráðgjafa í leik-,grunn- og framhaldsskólum ásamt tónlistarskólum.
Markmið fundarins er að skapa umræðu um þetta og leitast við að greina hvar aðilar eru samstíga, hvar þeir takast á og hvort greina megi svið sem enginn virðist bera ábyrgð á. Fulltrúar hagsmunaaðila munu greina frá sinni sýn og fyrir munu liggja skrifleg svör þeirra við ákveðnum spurningum frá stýrihópi fagráðs. Þess er vænst að umræður á þessum fundi geti orðið mikilvægt framlag til stefnumótunarvinnu fagráðsins. Nánari dagskrá verður send út um miðjan ágúst.
Þess má geta að fundinum verður streymt og hægt verður að vera í sambandi í gegnum twitter #starfsthrounkennara3108 eða solrun@namsmat.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is