Opinn fyrirlestur um hvernig segja má sögur með börnum á ýmsum aldri

Þann 11. september nk. verður barnabókahöfundurinn og sagnaþulurinn Margaret Read MacDonald með opinn fyrirlestur á Menntavísindasviði í stofu K204 frá kl. 12:00-12:40
Fyrirlestur hennar fjallar um hvernig hægt er að nota sögur og segja sögur með börnum á ýmsum aldri. 
 
Leikskólinn Urðarhóll í Kópavogi hefur veg og vanda af heimsókn Margaret Read MacDonald til Íslands en heimsóknin er skipulögð í samráði við starfsfólk kennaradeildar Háskólans á Akureyri og fyrirlesturinn á Menntavísindasviði er á vegum RASK rannsóknarstofu um skapandi skólastarf.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is