Opnar gagnaveitur

Menntavísindastofnun hefur tekið saman eftirfarandi lista um gagnasöfn, gagnaveitur og gagnaúrvinnslu til að auðvelda vinnu rannsakenda, nemenda og annarra áhugasamra aðila. Menntavísindastofnun ber hvorki ábyrgð á þeim síðum sem vísað er á né á notkun gagna og annarra upplýsinga. Ábendingar sendist til: sh[hjá]hi.is

 1. Um opin gögn
 2. Opnar gagnaveitur: Almennt efni
 3. Opnar gagnaveitur: Menntavísindi
 4. Gögn (óljóst aðgengi): Almennt efni
 5. Gögn (óljóst aðgengi): Menntavísindi
 6. Opin forrit: Myndræn uppsetning gagna

 

Staða menntunar eftir löndum

Staða menntunar eftir löndum (dökkgrænn táknar meiri menntun, dökkrauður táknar minni menntun, sjá nánar á upprunasíðu myndarinnar). Myndin er birt undir Creative Commons Attribution 3.0 Unported leyfi. 

Um opin gögn

Opnar gagnaveitur: Almennt efni

 • Eurostat: Tölfræði um Evrópulönd.
 • Hagstofa Íslands gefur upp hagtölur um: Land og umhverfi, mannfjölda, laun, tekjur og vinnumarkað, fyrirtæki og veltu, sjávarútveg og landbúnað, iðnað og orkumál, ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni, verðlag og neyslu, utanríkisverslun, þjóðhagsreikninga og opinber fjármál, heilbrigðis-, félags- og dómsmál, skólamál, fjölmiðlun og menningu, og kosningar.
 • Opin gagnaveita Evrópusambandsins. Gagnaveitan veitir aðgang að hrágögnum, en nota má ýmis forrit til þess að skoða gögnin.
 • Ísland.is: Opin gögn ríkis, sveitarfélaga og stofnana (t.a.m. Fjársýsla ríkisins, Þjóðskrá).
 • Gögn Reykjavíkurborgar: Íþrótta- og tómstundasvið, skóla- og frístundasvið, umhverfis- og skipulagssvið, velferðarsvið.
 • Upplýsingar úr gagnagrunni Alþingis.
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Takmarkið er opinn aðgangur að öllum frumgögnum stofnunarinnar.
 • Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Meðal aðgengilegra gagnasafna eru: Alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, búferlaflutningar, og samgöngur og ferðavenjur.
 • Gapminder. Á síðunni má nálgast ýmsar tölfræðilegar upplýsingar og setja þær upp á myndrænan hátt.
 • OECD StatExtracts. Á síðunni má finna helstu gögn og gagnaupplýsingar (e. metadata) frá OECD löndum og öðrum völdum löndum.

Opnar gagnaveitur: Menntavísindi

 • Hagstofa Íslands: Skólamál.
 • World Bank: Menntun: UNESCO (United Nations Educational, Scientific, and Cultural Organization) safnar saman gögnum um menntamál. Gögnin eru bæði fengin úr spurningakönnunum og skýrslum menntamálastofnana í mismunandi löndum.
 • Programme for International Student Assessment (PISA): Alþjóðleg rannsókn á lesskilningi og læsi á stærðfræði og náttúrufræði.
 • UIS Data Centre (UNESCO Institute for Statistics): Sjá einnig gögn fyrir Ísland.
 • OECD: Hrágögn um menntun.
 • IEA Study Data Repository (International Association for the Evaluation of Educational Achievement): Geymir gögn frá rannsóknunum (meðal annars) CivED, ICCS, Joint TIMSS & PIRLS, PIRLS, PrePIRLS, RL II, SITES, TIMSS, TIMSS Advanced og TEDS. 
 • Eurydice: Upplýsingar um menntakerfi og menntastefnu í Evrópu (sjá Ísland).
 • MIT OpenCourseWare: Aðgangur að kennslugögnum fyrir tugi háskólaáfanga.

Gögn (óljóst aðgengi): Almennt efni

 • Health Behaviour in School-aged Children (HBSC). Viðriðnir: Ársæll Már Arnarsson (aarnarsson[hjá]unak.is) og Þóroddur Bjarnason (thorodd[hjá]unak.is). Opið aðgengi er að eldri gögnum, stýrður aðgangur er að nýrri gögnum.
 • European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD). Viðriðnir: Ársæll Már Arnarsson (aarnarsson[hjá]unak.is) og Þóroddur Bjarnason (thorodd[hjá]unak.is). Opið aðgengi er að eldri gögnum, stýrður aðgangur er að nýrri gögnum.
 • Börn og sjónvarp á Íslandi. Viðriðnir: Þorbjörn Broddason (tbrodd[hjá]hi.is), Kjartan Ólafsson (kjartan[hjá]unak.is).
 • Rannsóknir & greining: Rannsóknir á högum og líðan ungs fólks. Hægt er að sækja um aðgang að gögnum í gagnagrunni Rannsókna & greiningar.
 • Heilsa og líðan Íslendinga "Rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga hefur nú fest sig í sessi sem mikilvæg uppspretta upplýsinga um heilsu, líðan, lífsgæði og sjúkdóma fólks á Íslandi. Embætti landlæknis stýrði þriðju umferð gagnaöflunar rannsóknarinnar í lok október 2012, en þá voru liðin allmörg ár frá því fyrst var farið að huga að undirbúningi þessarar rannsóknar á heilsufari fullorðinna Íslendinga."
 • NationMaster býður upp á ýmiss konar samanburð milli landa.
 • DataMarket safnar "marvíslegum gögnum af ólíkum uppruna saman á einn stað og [gerir] þau aðgengileg á samræmdan hátt þannig að auðvelt sé að leita, bera saman, myndbirta og deila gögnunum í stærri eða smærri hópum eða með heiminum öllum."

Gögn (óljóst aðgengi): Menntavísindi

Opin forrit: Myndræn uppsetning gagna

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is