Ráðstefna 8. febrúar - Framhaldsskólinn í brennidepli

FRAMHALDSSKÓLINN Í BRENNIDEPLI Sérrit Netlu - Veftímarits um uppeldi og menntun

Nýjar rannsóknarniðurstöður um kerfið, kennsluhætti og nemendur

Ráðstefna 8. febrúar 2019 kl. 13.30–16.30 í salnum Bratta, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

 við Stakkahlíð (inngangur frá Háteigsvegi)

 

1. Kynning á rannsóknunum og dagskrá ráðstefnunnar kl. 13.30-13.45

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt stýrir ráðstefnunni.

 

2. Kerfið og námsumhverfið í kennslustofunum 13.45-14.25

Guðrún Ragnarsdóttir, Elsa Eiríksdóttir, Jón Torfi Jónasson, Anna Kristín Sigurðardóttir og Sigrún Harpa Magnúsdóttir kynna greinar um ytri kröfur til skóla, stjórnun skóla, togsteitu milli bóknáms og starfsnáms og námsumhverfið.

Kolfinna Jóhannesdóttir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun bregst við með nokkrum athugasemdum og spurningum til höfunda.

Samræða milli höfunda og rýnis.

 

3. Kennsluhættir 14.25-15.15

Ingvar Sigurgeirsson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Elsa Eiríksdóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, Ásta Henriksen og Valgerður S. Bjarnadóttir kynna greinar um kennsluhætti í framhaldsskólum.

Ingibjörg Karlsdóttir framhaldsskólakennari og starfsmaður Félags framhaldsskólakennara bregst við við nokkrum athugasemdum og spurningum til höfunda.

Samræða milli höfunda og rýnis.

 

HLÉ kl. 15.15

 

4. Markaðsvæðing, skólaval og brotthvarf kl. 15.35-16:15

Berglind Rós Magnúsdóttir, Unnur Edda Garðarsdóttir, Ásgerður Bergsdóttir, Kristjana Stella Blöndal og Atli Hafþórsson kynna greinar um framhaldsskólaval, ólíkan félagslegan veruleika nemenda og margbreytileika brotthvarfsnemenda.

Steinn Jóhannsson skólameistari Menntaskólans við Hamrahlíð bregst við með nokkrum athugasemdum og spurningum til höfunda.

Samræða milli höfunda og rýnis.

 

5. Slit ráðstefnu 16.15

Þuríður J. Jóhannsdóttir dósent og ritstjóri Sérrits Netlu.

 

Slóð að sérritinu: http://netla.hi.is/?page_id=4413

Slóð að Panoptóstreymi: https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=6368b049-e0af-499e-8c64-a9e300f862b4

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is