Ráðstefnur

 • Framhaldsskóli í þróun: Ráðstefna um rannsóknir og nýbreytni í framhaldsskólum
  22. september 2017 - Áhugasömum kennurum og öðrum sem vilja segja frá rannsóknum sínum á framhaldsskólastarfi eða vilja segja frá nýbreytni og þróunarstarf í framhaldsskólum er bent á að senda inn ágrip hér: Framhaldsskóli í þróun - Umsóknir

 • Menntakvika 2017.   Föstudaginn 6. október kl. 9-17.

 • Læsi er lykill að ævintýrum. Laugardaginn 18. nóvember kl. 09:00-16:00. Læsisráðstefnan Lestur er lykill að ævintýrum er haldin á vegum Menntamálastofnunar og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ráðstefnan verður haldin á Menntavísindasviði HÍ.
  Nánar um ráðstefnuna og umsóknir - hægt er að senda inn erindi til 1.september 2017.

 • Stærðfræðinám á listasafni (eldri deildir leikskóla og yngsta stig grunnskóla). Listamenn nýta stærðfræði mikið við listsköpun sína og áhugavert er að skoða listaverk með gleraugum stærðfræðinnar. Kennt verður mánudaginn 13. nóvember á listasafni Ásmundar Sveinssonar og mánudaginn 27. nóvember á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð.
  Nánar um námskeiðið og skráning hér.

 • Stærðfræði á hreyfingu (miðstig). Unnið er út frá því að nemendur búi til mynstur hreyfinga, segi frá því og skrái. Þetta er efni sem hentar sérlega vel á miðstigi en getur nýst á öllum skólastigum. Kennt verður fimmtudagana 26. október og 2. nóvember 2017.
  Nánar um námskeiðið og skráning hér.

 • Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara um kennslu innflytjenda og aðlögun að samfélagi verður mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu (Menntavísindasvið HÍ, Stakkahlíð) kl. 14.15-16.15.
  Nánar um fræðslufundinn og skráning hér.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is