Kennarardeild og uppeldis- og menntunarfræðideild HÍ bjóða upp á stök einingbær námskeið á vormisseri 2017.

Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2017.

Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun var stofnuð 27. maí 2010

Formaður stofunnar er Guðný Guðbjörnsdóttir.  
Rannsóknarstofan getur veitt fræðimönnum á Menntavísindasviði tækifæri til að sinna hluta rannsóknarskyldu sinnar á vegum stofunnar. Hún getur ennfremur veitt rannsóknarhópum tækifæri til að starfa á sínum vegum. Rannsóknarstofan birtir afrakstur rannsókna sinna opinberlega. Rannsóknarstofan fylgir reglum Háskóla Íslands um rekstur og rannsóknir, meðal annars um meðferð og varðveislu gagna og skjala. Hún gerir  formanni rannsóknarráðs Menntavísindasviðs reglulega grein fyrir starfi sínu.
Stjórn stofunnar er skipuð til tveggja ára í senn.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is