Samstarf

Við rannsóknarstofuna skal setja á laggirnar 5-7 manna ráðgjafaráð sem skipað er áhugafólki og hagsmunaaðilum á starfssviði stofunnar. Hlutverk ráðsins er að vera stjórn rannsóknarstofunnar til ráðgjafar og stuðnings við starfsemi hennar. Ráðgjafaráðið skal endurnýja á þriggja ára fresti. Æskilegt er að ráðgjafaráðið endurspegli m.a. raddir sérfræðinga, kennara, sveitastjórnarmanna, menntamálaráðuneytis og foreldra.

 

Samstarf rannsóknarstofu og stjórnar Menntavísindasviðs
 
Kynjajafnrétti í skólum og kennaramenntun: áherslur í kennslu og rannsóknum á Menntavísindasviði
Í 24. grein grunnskólalaga (91/2008) og 23. og 24. greinum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (10/2008) er kveðið á um fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum; í skólum eigi að búa bæði kyn undir jafna þátttöku í samfélaginu, í fjölskyldu og atvinnulífi; að kynjasamþættingar sé gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla –og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta og tómstundastarfi og bönnuð er hvers kyns mismunun vegna kyns.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is