Starfsemi

Starfssemi stofunnar hefur að mestu leyti snúist um að rannsaka og efla kynjajafnrétti á Menntavísindasviði og í skólum.
 
Í kjölfar beiðni  forseta Menntavísindasviðs Jóns Torfa Jónassonar til Guðnýjar Guðbjörnsdóttur prófessors árið 2009 um minnisblað vegna stöðu þessara mála á Menntavísindasviði, var greinargerð skilað. Lögð var áhersla á að þetta málefni fengi fastan sess við sviðið og því lagt til að Rannsóknarstofa væri stofnuð. Sjá hér greinargerð GG  
 
 
Stofan hefur starfað síðan 2010 og staðið að rannsóknum um kynjajafnrétti í kennaramenntuninni á Menntavísindasviði, sem hafa verið styrktar af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Þá hefur RannKyn verið í samstarfi við Reykjavíkurborg og tekið þátt í þróunarvekefni um jafnrétti í skólum í Reykjavík.
 
Sjá nánar í ársskýrslum stofunnar:
 
 
 
 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is