Um stofuna

Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun var stofnuð 27. maí 2010.
 Um hlutverk stofunnar og markmið má lesa á borðanum hægra megin hér á skjánum.
 
Rannsóknarstofan getur veitt fræðimönnum á Menntavísindasviði tækifæri til að sinna hluta rannsóknarskyldu sinnar á vegum stofunnar. Hún getur ennfremur veitt rannsóknarhópum tækifæri til að starfa á sínum vegum. Rannsóknarstofan birtir afrakstur rannsókna sinna opinberlega. Rannsóknarstofan fylgir reglum Háskóla Íslands um rekstur og rannsóknir, meðal annars um meðferð og varðveislu gagna og skjala. Hún gerir  formanni rannsóknarráðs Menntavísindasviðs reglulega grein fyrir starfi sínu.
 
Stjórn stofunnar er skipuð til tveggja ára í senn.
 
Í samningi um stofnun rannsóknarstofunnar segir:
"Þeir aðilar sem leggja til að stofnuð verði rannsóknarstofa tilnefna stjórn fyrir hana, að höfðu samráði við formann rannsóknarráðs Menntavísindasviðs. Hlutverk stjórnar er að fylgja eftir markmiðum rannsóknarstofunnar. Stjórnin ákveður hver skuli vera ábyrgðarmaður gagnvart Menntavísindasviði fyrir hönd rannsóknarstofunnar. Stjórnin sinnir fjármálum stofunnar og heimilar að verkefni séu unnin á hennar vegum. Gert er ráð fyrir að stjórnin fundi ekki sjaldnar en einu sinni á misseri. "
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is