Starfsþróun Menntavísindastofnunar starfar á fagsviði uppeldis- menntunar og þjálfunar og er ætlað að þjóna þeim fagstéttum sem starfa á þeim sviðum.

Kennarardeild og uppeldis- og menntunarfræðideild HÍ bjóða upp á stök einingbær námskeið á vormisseri 2017.

Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2017. Kynnið ykkur framboðið hér.

Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun sem sinnir einnig starfsþróun á vettvangi menntavísinda. Stofnunin sinnir rannsóknum, ráðgjöf og þjónustuverkefnum sem tengjast viðfangsefnum menntavísinda.

Um stofuna

Rannsóknarstofa um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls (e. Centre for Research in foreign and second language learning) var formlega stofnuð í júní 2008.

 

Markmið rannsóknarstofunnar er að efla og leggja stund á rannsóknir á námi og kennslu erlendra tungumála og íslensku sem annars máls. Rannsóknarstofan er samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu og mun stuðla að tengslum við önnur fræðasvið og hafa samstarf við innlenda og erlenda aðila um rannsóknir og önnur samskipti.

 

Rannsóknarstofan miðlar þekkingu og kynnir niðurstöður rannsókna á sviðinu m.a. með útgáfu skýrslna, handbóka og fræðigreina, auk ráðstefnu- og fyrirlestrahalds. Forstöðumaður rannsóknarstofunnar er Michael Dal lektor og aðrir starfsmenn eru Robert Berman dósent og Samúel Lefever lektor. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is