Menntakvika verður næst 2. október 2020

Starfsþróun Menntavísindastofnunar starfar á fagsviði uppeldis, menntunar og þjálfunar og er ætlað að þjóna þeim fagstéttum sem Menntavísindasvið menntar.

Dagskrá

Þekking til sölu? Markaðsvæðing akademíunnar

Málþing 13. september,
kl. 14-16 á Háskólatorgi HT-102

Ylva Hasselberg, prófessor í hagsögu við Uppsalaháskóla heldur aðalfyrirlesturinn Vantrúin á vísindi, ris hennar (og fall) þar sem tilraunir til markaðsvæðingar háskóla í Svíþjóð og framtíð vísinda undir nýskipan í ríkisrekstri verða til umfjöllunar. 

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við Menntavísindasvið bregst við fyrirlestri Hasselberg og að því loknu verður pallborð þar sem málin verða rædd í samhengi við þróunina hérlendis. 

Í pallborði verða: 
- Ásgeir Brynjar Torfason, gestafræðimaður við Rannsóknastofnun Gautaborgarháskóla 
- Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ
- Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild og mentor Snjallræðis, hugmyndahraðals á vegum Höfða friðarseturs
- Viðar Hreinsson, sjálfstætt starfandi bókmenntafræðingur

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is