Fundur 23. september 2016

Frá Rannsóknarstofu um háskóla  - fundur föstudaginn 23. September kl 14-16 stofu HT-303 (og víðar).

Ágætu kollegar í íslenskum háskólum

Til áhugafólks um rannsóknir á starfi háskóla, m.a. þeirra sem starfa við Bifröst, HA, HÍ, Hóla, HR, LBHÍ, LHÍ og Reykjavíkurakademíuna og rannsóknarstofnanir hvar sem er á landinu.

Rannsóknarstofa um háskóla var stofnsett árið 2009 undir forystu Páls Skúlasonar. Stjórn hennar vill gjarnan virkja hana enn á ný og boðar til málstofu (fundar) um rannsóknir um háskóla, 23. september 2016. Markmið málstofunnar er að kalla saman þá sem hafa áhuga á rannsóknum á þessu málefni þannig að þeir heyri hver af öðrum og fái hugmyndir um hvaða rannsóknir eru stundaðar eða hvað fólk hefur á prjónunum sem gæti orðið til samstarfs á milli greina, deilda eða háskóla. Okkur heyrist að það sé talsverð gróska þegar á þessu sviði, t.d. mikill áhugi á nýjum kennsluháttum eða tengingu rannsókna og kennslu eða fjarkennslu í háskóla, eða þróun kerfisins, gæðamálum eða lýðræðislegu hlutverki háskóla og ótal mörgu öðru, en fólk viti ekki endilega hvert af öðru. Til fundarins er því boðað til þess að rannsakendur heyri hver af öðrum og geti hugsanlega tengt sínar rannsóknir og eflt þær með því móti. Jafnframt að þeir hinir sömu og við hin fáum mynd af því sem er gerast á þessu fjölþætta sviði.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn þann 23. september, kl. 14-16 og gert er ráð fyrir því að fólk í höfuðborginni mæti á einn stað, HT-303, en fólk frá Akureyri, Bifröst, Hvanneyri og Hólum, eða á rannsóknarstofum á landsbyggðinni geti verið hver á sínum stað.

Vegna skipulags þætti okkur gagnlegt að vita hverjir myndu vilja taka þátt og þeir myndu tilkynna með tölvupósti til Sigríðar Kristínar Hrafnkelsdóttur sh@hi.is á Menntavísindastofnun. Þeir myndu vinsamlega segja til nafns, starfsstöðvar (og hvort þeir vilji tengjast á fjarfundi) og nefna á hverju þeir hefðu áhuga á þessu rannsóknarsviði (þannig að það mætti aðeins kortleggja það fyrirfram). Einnig nefna ritverk eftir viðkomandi sem tengist þessu efni, eftir því sem við á. Það er hugmynd okkar að taka saman eins konar ritaskrá til þess að undirstrika hvað hefur þó verið gert á þessu sviði og tengist íslenskum rannsakendum eða viðfangsefnum.

Núverandi stjórn stofunnar (sem starfar innan vébanda Menntavísindastofnunar) skipa: Anna Ólafsdóttir HA, Guðrún Geirsdóttir HÍ, Gyða Jóhannsdóttir HÍ, Jón Torfi Jónasson HÍ og Sigurður Kristinsson HA.

Fundurinn er þannig hugsaður að eftir örstutta kynningu á tilgangi fundarins (JTJ) og verkefni sem HA hefur stýrt (SK) og aðeins á þeirri grósku sem Kennslumiðstöð veit af (GG) munum við biðja fundarmenn að segja í örstuttu máli frá sínum vinkli og áhuga. Það fer eftir fjölda fundarmanna hve langan tíma hver fær til þess. Þetta ætti að vera mikilvæg forsenda þess að skapa tengsl á milli fólks úr ólíkum áttum sem hefur svipuð áhugamál. Síðan er boðið upp á almenna umræðu sem gæti ýtt undir frekara frumkvæði eða samstarf.

Stofunni er ekki ætlað að standa sjálf fyrir rannsóknum en hvetja til þeirra og leitast við að skapa umhverfi, rannsókna á sem flestum þáttum háskólastarfsins, m.a. með svona samtali. Á heimasíðu stofunnar (sem er í endurvinnslu) segir:

Rannsóknarstofa um háskóla var stofnsett föstudaginn 24. apríl 2009 og staðfest af rannsóknarráði Menntavísindasviðs 18. september 2009.

Markmið hennar eru

·        Að stuðla að rannsóknum á háskólum og starfsemi þeirra

·        Að halda til haga niðurstöðum íslenskra rannsókna á háskólum þannig að þær séu á hverjum tíma aðgengilegar

·        Að stuðla að aukinni fræðslu um háskóla á meðal fræðimanna, stjórnvalda og almennings

·        Að efla skilning á gæðum og gildum háskólastarfs

Fyrir hönd stjórnar stofunnar,

Jón Torfi Jónasson, prófessor Menntavísindasviði HÍ

 

Ritverk einstakra höfunda um efni sem tengist háskólum. Þetta er sett sem dæmi til að undirstrika hve mikið efni er til og hve heildarskráin er að ýmsu leyti takmörkuð.

 

Bragi Guðmundsson

·        Bragi Guðmundsson (ritstjóri). (2012). Háskólinn á Akureyri 1987–2012: afmælisrit. Akureyri, Völuspá útgáfa í samvinnu við Háskólann á Akureyri. 301 síða.

·        Bragi Guðmundsson. (2012). Háskóli verður til. Í Háskólinn á Akureyri 1987–2012: afmælisrit, bls. 11–34 (ritstjóri Bragi Guðmundsson). Akureyri: Völuspá útgáfa í samvinnu við Háskólann á Akureyri.

 

Sólveig Jakobsdóttir

Það fyrsta tengist stefnumótunarvinnu um fjarkennslu fyrir sameiningu HÍ og KHÍ. 

·        Guðrún Geirsdóttir, Harpa Pálmadóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sólveig Jakobsdóttir, Þorvaldur Pálmason og Þuríður Jóhannsdóttir. (2007). Mótun stefnu í fjarkennslumálum hins sameinaða háskóla - Lokaskýrsla verkefnishóps. Reykjavík, Iceland: Kennaraháskóli Íslands, Háskóli Íslands. Sótt af http://www.hi.is/sites/default/files/oldSchool/071116_verkefnishopur_um_fjarnam_lokaskyrsla.pdf

Hér er svo efni sem tengist rannsóknum og stefnumótunarvinnu um fjarnám, brottfall og skipulag staðlotna í kennaranámi við KHÍ rétt fyrir sameiningu háskólanna:

·        Sólveig Jakobsdóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir, Hanna Lilja Valsdóttir, Ingibjörg B. Frímannsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir. (2008). Fjarnám við Kennaraháskóla Íslands: Skipulag á staðlotum og leiðir til að draga úr brottfalli (nr. ISBN 978-9979-793-88-5). Reykjavík: Símenntun – Rannsóknir – Ráðgjöf Kennaraháskóla Íslands. Sótt af http://www.hi.is/sites/default/files/oldSchool/fjarnamsskyrsla.pdf

·        Sólveig Jakobsdóttir. (2008, febrúar). Staðlotur í fjarnámi við Kennaraháskóla Íslands: hlutverk, þörf og skipulag.  á ráðstefnu Félags um menntarannsóknir (FUM), Reykjavík. Sótt af http://soljak.khi.is/erindi/fum23feb08.ppt

·        Jakobsdóttir, S. (2008, May). Role of campus sessions and f2f meetings in distance education.  á DISTANS Online support for learning, Copenhagen.

·        Jakobsdóttir, S. (2008). The role of campus-sessions and face-to-face meetings in distance education. European Journal of Open, Distance and E-Learning, 2008(II). Sótt af http://www.eurodl.org/materials/contrib/2008/Jakobsdottir.htm

Hér er skýrsla sem tengist stefnumótunarvinnu um vefstudda kennslu og opin netnámskeið (MOOC) við HÍ, unnið nokkrum árum eftir sameiningu. Næst er afrakstur áframhaldandi tengdrar/áframhaldandi vinnu um opin netnámskeið

·        Hjálmtýr Hafsteinsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Freydís J. Freysteinsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, Sólveig Jakobsdóttir og Stefán Þór Helgason. (2013). Skýrsla starfshóps háskólaráðs um vefstudda kennslu og nám. Reykjavík: Háskóli Íslands.  [Í viðhengi].

·        Sólveig Jakobsdóttir. (2015, 30. nóvember). (M)OOCs in Iceland:Language and learning communities. Erindi og grein á ráðstefnu EADTU (European Associaion of Distance Teaching Universities) og HOME verkefnisins (Higher Education Online - MOOCS the European Way): WOW! Europe embraces MOOCs: , Róm. Sótt af http://home.eadtu.eu/images/News/Home_Conference_2015_Final_Programme.pdf

·        Sólveig Jakobsdóttir. (2016). (M)OOCs in Iceland: Language and learning communities. Í D. Jansen og L. Konings (ritstj.), MOOCs in Europe: Overview of papers representing a collective European response on MOOCs as presented during the HOME conference in Rome November 2015 (bls. 14-18). Maastricht, The Netherlands: EADTU. Sótt af http://home.eadtu.eu/news/110-publication-moocs-in-europe-available

Hér eru svo birtingar/efni sem tengist þróunarvinnu og/eða rannsóknum mínum á opnum netnámskeiðum í framhaldsnámi kennara/kennaranema við Menntavísindasvið. Samhöfundar í nýjasta efninu eru framhaldsnemar við sviðið.

·        Sólveig Jakobsdóttir. (2013, 27. september). Þróun opins netnáms (MOOC) í Háskóla Íslands. Erindi á Menntakviku - málþingi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Reykjavík. 

·        Sólveig Jakobsdóttir og Salvör Gissurardóttir. (2014, 3.október). Opin netnámskeið (MOOC) í háskólakennslu: Trufl eða tækifæri? Erindi á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Reykjavík.

·        Sólveig Jakobsdóttir. (2015, 15. október). MOOCs as a possibility for Iceland? Aðalerindi á á málþinginu MOOC courses - Global access & local use á vegum Akademi Norr, Skelleftea, Lederne og Fjarkennsla.com í samvinnu við Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun, Reykjavík. Sótt af http://menntavisindastofnun.hi.is/ahugaverd_radstefna_um_starfshaetti_i_grunnskolum

·        Sólveig Jakobsdóttir, Grímur Bjarnason, Kristinn H. Gunnarsson, Dóra Dögg Kristófersdóttir. (2016, June). Embedding MOOCs in university courses: experiences and lessons learned.  á EDEN 2016 annual conference: Re-imagining learning environments, Budapest.

·        Sólveig Jakobsdóttir, Grímur Bjarnason, Kristinn H. Gunnarsson, Dóra Dögg Kristófersdóttir. (2016, nóvember, væntanlegt). MOOCs as provisions in graduate education for future professional development [Grein með erindi]. Í Conference proceedings for the 8th Pan-Commonwealth Forum on Open Learning (PCF8). Kuala Lumpur: Commonwealth of Learning & Open University Malaysia. [Í viðhengi]

Hér er svo efni sem tengist starfsþróun kennara í upplýsingatækni, uppbyggingu torga og Menntamiðju og þróunarvinnu um menntabúðir

·        Jakobsdóttir, S. (2015, júní). Educamps in education: Enjoyable “over-the-shoulder learning” to show and share ICT practices. Vinnustofa á EDEN 2015 annual conference: Expanding learning scenarios, Barcelona. 

·        Sólveig Jakobsdóttir og Tryggvi Thayer. (2014, 19. maí). Educamps and the EducationPlaza - Exploring alternative learning spaces as boundary crossing in teacher learning. Erindi á Exploring alternative learning spaces as boundary crossing, 6. málþing NordLAC (Learning across contexts) rannsóknarnetsins, Reykjavík. 

·        Sólveig Jakobsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Svava Pétursdóttir, Tryggvi Thayer o.fl. og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir. (2014). Education Plaza - MenntaMiðja - Project grant proposal 2015

·        Sólveig Jakobsdóttir. (2014, 29. apríl). Menntabúðir – tækifæri til að læra nýja tækni. Erindi á ráðstefnu Samstarfs opinberu háskólanna: Háskólakennsla í takt við tímann - færni og tækifæri í blönduðu námi, Reykjavík. Jakobsdóttir, S., Jónsdóttir, B. F., Gudmundsdóttir, T. og Pétursdóttir, S. (2014, 6. mars). The Educamp model: experience and use in professional development for teachers. Erindi á NERA (Nordic Educational Research Association), Lillehammer. 

·        Sólveig Jakobsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Svava Pétursdóttir, Tryggvi Thayer o.fl. og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir. (2013). Education Plaza - MenntaMiðja - Project grant proposal 2014

·        Sólveig Jakobsdóttir. (2013, 1.mars). Opin vefnámskeið fyrir almenning. Erindi á Kennsluþingi Háskóla Íslands - Fjölbreyttir kennsluhættir: Hvernig eflum við saman gæði náms og kennslu?, Reykjavík. 

·        Jakobsdóttir, S., Thayer, T., Pétursdóttir, S., Thorsteinsdóttir, T., Sigurdardóttir, A. K. og Eiríksdóttir, H. R. (2013, 14. júní). EducationaPlaza – Teachers' professional development. disted, secondary ed á EDEN, Oslo. 

·        Sólveig Jakobsdóttir o.fl. (2012). Education Plaza - MenntaMiðja: Áætlun um rannsóknar- og þróunarverkefni

·        Jakobsdóttir, S. (2012, mars). Communities of learning: Stewarding digital habitats for communites of practice.  á Inerisaavik Workshop for distance education project, Nuuk, Greenland. 

·        Jakobsdóttir, S. (2012, 10. janúar). NETTORG - Online plazas: Stewarding digital habitats for communites of practice.  á Inerisaavik Workshop for distance education project, Nuuk, Greenland. 

·        Thorsteinsdóttir, T., Ragnarsdóttir, B. A. og Jakobsdóttir, S. (2011). The Language Plaza: online habitat and network to promote language skills and icrease equity. Í A. Gaskell, R. Mills og A. Tait (ritstj.), The fourteenth Cambridge International Conference on Open, Distance and E-Learning 2011: Internationalisation and social justice: the role of open, distance and e-learning (bls. 62-67). Milton Keynes, UK: The Open University Sótt af http://www.vhi.st-edmunds.cam.ac.uk/events/past-events/CDE-conference/CDE-Papers/2011-authorsS-Z

·        Sólveig Jakobsdóttir. (2011, 30. september 2011). NETTORG: Uppbygging tengsla- og félagsneta í menntun og rannsóknum.  Erindi flutt á Menntakviku, Reykjavík. Sótt af http://www.slideshare.net/soljak/nettorg-solveig-menntakvika

·        Sólveig Jakobsdóttir. (2011). Nýting upplýsingatækni í kennslu. Símenntun og starfsþróun kennara í og með upplýsingatækni. Tölvumál, 36(1), 7-8. Sótt af http://www.sky.is/images/stories/Tolvumal/2011_proof_loka.pdf

·        Jakobsdóttir, S., McKeown, L. og Hoven, D. (2010). Using the new information and communication technologies for the continuing professional development of teachers through open and distance learning. Í P. A. Danaher og A. Umar (ritstj.), Teacher education through open and distance learning (bls. 105-120). Vancouver, Canada: Commonwealth of Learning. Sótt af http://www.col.org/resources/publications/Pages/detail.aspx?PID=332

Þá er að lokum efni sem tengist þróunarverkefni um eTwinning í kennaranámi. Grein er í smíðum um reynsluna af því verkefni 2015 og 2016.

·        Caldwell, H., Jakobsdottir, S., Elorza, I. og Bruun, A. (2015, 26. maí 2015). Travelling in new terrain: Exploring eTwinning in teacher education - bridging countries and cultures. Erindi um “Best Practice Across Europe” verkefnið á á ráðstefnunni eTwinning in initial teacher training meeting with teacher training institutes á vegum eTwinning, Brussel. 

Þuríður Jóhannsdóttir

Jóhannsdóttir, Thurídur. (2014). Responsive practices in online teacher education. In Hansson, T. (Ed.). Contemporary Approaches to Activity Theory: Interdisciplinary Perspectives on Human Behavior: Igi Global.

2012. Þuríður Jóhannsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. Samkennsla stað- og fjarnema í grunnnámi í Kennaradeild við Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2010–2011. [Co-teaching campus-based students and distance students at the School of Education, University of Iceland 2010–2011. Reykjavík. The Centre for Educational Research on ICT and Media, University of Iceland.  https://skrif.hi.is/rannum/files/2012/05/Samkennsla_Kennaradeild_MVS_2010_2011.pdf

2011. Þuríður Jóhannsdóttir & Sólveig Jakobsdóttir.  Samkennsla stað- og fjarnema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Reynsla og viðhorf kennara og nemenda – togstreita og tækifæri. [Co-teaching campus-based students and distance students at the School of Education, University of Iceland: Experience and views of teachers and teacher students – conflicts and opportunities]. Netla – Online Journal on Pedagogy and Education. http://netla.hi.is/menntakvika2011/033.pdf

Gyða Jóhannsdóttir

Gyða Jóhannsdóttir og Jón Torfi Jónasson (2010). What characterises the public-private distinction in HE in a Nordic Perspective? Comparison of the essential features of private universities in Denmark, Iceland and Norway. Erindi haldið á 22. ráðstefnu CHER í Porto. Mun birtast í árlegu ráðstefnuriti CHER. Sense publishers.

Gyða Jóhannsdóttir og Jón Torfi Jónasson (2010). Hvert er eignarhaldsform norrænna háskóla? Mun birtast í Tímariti um menntarannsóknir7.

Gyða Jóhannsdóttir. (2009). Grái fiðringurinn /Samanburður á þróun og staðsetningu íslenskrar og danskrar starfsmenntunar. Í G.Þ. Jóhannesson og H. Björnsdóttir (ritstj.),Rannsóknir í Félagsvísindum X, Félags- og Mannvísindadeild (bls. 601- 609). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Gyða Jóhannsdóttir. (2008). Academic drift in the development of the education of Nordic primary school teachers. Erindi flutt á 10. ráðstefnu um Nordisk læreruddannelse í Reykjavík. Birtist í ráðstefnuriti ráðstefnunnar. http://www.gestamottakan.is/khi2008.

Gyða Jóhannsdóttir. (2008). Hvað einkennir þróun háskóla? Í G.Þ Jóhannesson og H. Björnsdóttir (ritstj.), Rannsóknir í Félagsvísindum IX, Félags- og Mannvísindadeild, Félagsráðgjafardeild, Sálfræðideild og Stjórnmálafræðideild (bls. 719−730). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Jón Torfi Jónasson og Gyða Jóhannsdóttir. (2008). Defining and Determining Quality in HE: Potential conflicts and their Effects. Erindi flutt á 21. ráðstefnu CHER í Pavia.http://www.mdecongressi.it/cirsis/papers.html Password 21cher, username: pavia2008.

Gyða Jóhannsdóttir. (2008). Leiðin liggur í háskólana – eða hvað? Tímarit um menntarannsóknir, 5, 27-45.

Gyða Jóhannsdóttir. (2007). Bóknámsrek í þróun háskólastigs í Finnlandi og Danmörku : Hvert er hlutverk ólíkra hagsmunaaðila? Í G.Þ Jóhannesson og H. Björnsdóttir (ritstj.),Rannsóknir í félagsvísindum VIII, félagsvísindadeild (bls. 725-736). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Gyða Jóhannsdóttir. (2007) Are research activities limited to institutions defined as universities? Erindi flutt á 20. ráðstefnu CHER í Dublin. http://www.uni-kassel.de/incher/CHER/papers2007/username participant password is cher20.

Gyða Jóhannsdóttir. (2006). Convergence in the development of Nordic higher education systems prior to the bologna reform process. Erindi flutt á 19. Ráðstefnu CHER í Kassel.http://www.uni-kassel.de/wz1/CHER/Welcome.html Username: guest Password :2006_papers

Gyða Jóhannsdóttir. (2006). Rannsóknir í Kennaraháskóla Íslands á áttunda áratugnum. Sýn og veruleiki. Netla–Veftímarit um uppeldi og menntun. (1. nóvember 2006) Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Gyða Jóhannsdóttir. (2006). Þróun háskólastigs á Íslandi í ljósi norrænnar þróunar æðri menntunar. Í Ú.Hauksson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum VII, Félagsavsísindadeild(bls. 751-763). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan.

Gyða Jóhannsdóttir. (2004). Hugmyndir um flutning menntunar íslenskra barnakennara á háskólastig 1971: Sértæk fræðileg þekking, virðingarstaða eða hvað? Uppeldi og menntun: Tímarit Kennaraháskóla Íslands,13(2), 123–146.

Gyða Jóhannsdóttir. (2002). The conceptions on the upgrading of the education of Icelandic elementary school teachers to university level in 1971. Óbirt doktorsritgerð. Danmarks Pædagogiske Universitiet.

Gyða Jóhannsdóttir. (1998). Flutningur menntunar leikskólakennara á háskólastig. Athöfn: Tímarit leikskólakennara, 30(1), 18−22.

Gyða Jóhannsdóttir. (1992). Leikskóli í breyttu samfélagi: Uppeldi og menntun: Tímarit Kennaraháskóla Íslands, 1(1), 117−124.

 

Jón Torfi Jónasson

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Jón Torfi Jónasson. (1993). Skráning gagna um háskólastigið : drög að efnisatriðum og almennri uppsetningu. Reykjavík: Reykjavík : Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 1993.

Gyða Jóhannsdóttir og Jón Torfi Jónasson. (2010). Hvert er eignarhaldsform norrænna háskóla? Tímarit um menntarannsóknir., 7((1)), 28-42.

Gyða Jóhannsdóttir og Jón Torfi Jónasson. (2011). What characterises the public-private distinction in HE in a Nordic perspective? : comparison of the essential features of private universities in Denmark, Iceland and Norway. In J. Jón Torfi (Ed.) (pp. [67]-87): 2011.

Gyða Jóhannsdóttir og Jón Torfi Jónasson. (2013). The development dynamics of a small higher education system Iceland : a case in point.  

Jóhanna Rósa Arnardóttir og Jón Torfi Jónasson. (2004). Gildi menntunar í lífi fullorðins fólks. Tímarit um menntarannsóknir., 129-143.

Jón Torfi Jónasson. (1995). Er skólakerfið að springa? : um þróun háskólastigsins á Íslandi (pp. 341-355): 1995.

Jón Torfi Jónasson. (1999a). The predictability of educational expansion : examples from secondary and higher education (pp. 113-131): 1999.

Jón Torfi Jónasson. (1999b). Traditional university responds to society? , 235-243.

Jón Torfi Jónasson. (2000). Þróun háskólastigs á Íslandi : athugun á samfellu og sérstöðu (pp. 147-169): 2000.

Jón Torfi Jónasson. (2001). Safn greina og bókakafla frá árunum 1990-1999 um menntamál, einkum um þróun íslenska skólakerfisins. Reykjavík: Reykjavík : s.n., nóv. 2001.

Jón Torfi Jónasson. (2004a). Higher education reforms in Iceland at the transistion into the twenty-first century (pp. 137-188): 2004.

Jón Torfi Jónasson. (2004b). What determines the expansion of higher education? : credentialism, academic drift, and the growth of eduction (pp. [275]-290): 2004.

Jón Torfi Jónasson. (2005b). Allt á eina bókina lært? : um reglufestu og einsleitni í þróun háskóla. Uppeldi og menntun, 14((1)), 133-140.

Jón Torfi Jónasson. (2005c). Counterpoint from an educationalist (pp. [177]-197): 2005.

Jón Torfi Jónasson. (2008). Inventing tomorrow;s university : who is to take the lead? : an essay of the Magna Charta Observatory. Bologna: Bologna : Bononia University Press, 2008.

Jón Torfi Jónasson. (2011). Háskólar og gagnrýnin þjóðfélagsumræða. Ritið :, 11((1)), 47-64.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is