Á sömu leið

Á sömu leið
 
Markmið rannsóknarinnar var að auka tengsl leikskóla og grunnskóla, skapa samfellu milli skólastiganna, stuðla að sveigjanleika í skólakerfinu og móta grunn að námskrá fyrir þennan aldurshóp. Rannsóknin var unnin í samstarfi við og með styrk frá Leikskóla- og Menntasviði Reykjavíkurborgar.
 
Um var að ræða starfendarannsókn (e. action research) sem unnin var í þremur leikskólum og þremur grunnskólum Reykjavíkurborgar og stóð rannsóknin í þrjú ár, frá janúar 2009.
 
Markmið starfendarannsókna í skólum er að bæta vinnubrögð og þróa starfshætti til betri vegar. Kennarar sem taka þátt í slíkum rannsóknum beina athyglinni að eigin starfsháttum og áhrifum þeirra á börnin. Prófaðar eru nýjar leiðir sem kennararnir sjálfir taka þátt í að móta. Gerðar eru athuganir á því hvernig til tekst með því að afla gagna sem síðan eru greind og túlkuð.
 
Í þessu verkefni tóku grunnskóla- og leikskólakennararnir þátt í rannsókninni frá upphafi og mótuðu í sameiningu hugmyndafræði og starfshætti.
 
Skólarnir voru valdir skv. eftirfarandi viðmiðum:
• Hugmyndafræði skólanna er ekki sú sama
• Nægjanlegt fagfólk er starfandi í skólunum
• Landfræðileg nálægð skólanna
 
 
 
Í Ráðstefnuriti Netlu - Menntakvika 2010 birtust eftirfarandi greinar um rannsóknina:
 
 
Bókin Á sömu leið: Tengsl leikskóla og grunnskóla kom út árið 2013.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is