Fyrirlestrar

Eitt af markmiðum RannUng er að eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu m.a. með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi.

Við höfum ákveðið að efla þátt RannUng í að miðla þekkingu og koma til móts við þá sem ekki hafa tök á að sækja fyrirlestra til okkar í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Við viljum leitast við að gefa sem flestum tækifæri til að hlusta á fyrirlestra á vegum RannUng og var málþingið „Leikskólakennarar á tímamótum“ sem haldið var 28. febrúar 2013 okkar fyrsta tilraun í þá veru.

Í framhaldinu var ákveðið að gera tilraun með að hafa áhugaverða fyrirlestra aðgengilega fyrir einstaklinga sem og leik- og grunnskóla á heimasíðu RannUng og bjóða upp á þjónustu og leiðbeiningar er varðar hvern fyrirlestur. Þetta verður gert í samráði og samvinnu við fyrirlesarana.

Með þjónustu er átt við leiðbeiningar sem gætu hentað fyrir starfsdaga þar sem fyrirlesari myndi leggja til spurningar og leiðbeiningar um hvernig best væri að nota fyrirlesturinn.

Hægt verður að nálgast fyrirlestra frítt á heimasíðunni fyrir einstaklinga en þeir skólar sem ætla að nota fyrirlestra á starfsdögum eru beðnir um að hafa samband við RannUng og greiða fyrir fyrirlesturinn.

 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is