Gildi í leikskólastarfi

Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á þætti leikskólans í því að þróa, kenna og hlúa að ákveðnum lífsgildum (t.d. lýðræði, umhyggju, sköpun, frumkvæði). Gerðar verða starfendarannsóknir í tveimur leikskólum í Reykjavík þar sem starfsfólk vinnur að því að kortleggja hvaða gildi eru sett í forgrunn í leikskólastarfinu og hvernig þau eru sett fram. Í framhaldi af því verður farið í breytingarferli þar sem á markvissan hátt verður unnið með þau gildi sem starfsfólk vill leggja áherslu á. Verkefnið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og Reykjavíkurborgar. Verkefnið er hluti af norrænni rannsókn þar sem leikskólakennarar og rannsakendur frá öllum Norðurlöndunum taka þátt. Rannsóknin fékk styrk frá Nord Forsk. Að hálfu RannUng tóku Jóhanna Einarsdóttir og Hrönn Pálmadóttir þátt í rannsókninni ásamt tveimur doktorsnemum í leikskólafræðum, þeim Johanna Ann-Louise og Ingibjörgu Ósk Sigurðardóttur.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is