Mat á námi og vellíðan barna

Haustið 2015 hófst undirbúningur að nýju samstarfsverkefni RannUng og leikskóla í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi (sveitarfélög í Kraganum). Samstarfið beinist að Mati á námi og vellíðan barna út frá Þemahefti um námsmat í leikskólum (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013).

Tímarammi verkefnisins spannar 3 ár (2015-2018) og megin verkþættir eru undirbúningur, fræðsla og innleiðing matsaðferða. Samhliða verkefninu verður unnin starfendarannsókn (e. action research) þar sem þátttakendur beina athyglinni að þeim aðferðum sem notaðar eru við mat á námi og vellíðan barna. Einnig verða prófaðar nýjar leiðir sem þátttakendur taka sjálfir þátt í að móta og gerðar eru athuganir á því hvernig til tekst með því að afla fjölbreyttra gagna um það sem gerist í ferlinu ásamt því að greina og túlka þróunina.

Verkefnið er unnið í samstarfi sérfræðinga á vegum RannUng (Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna), meistaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og eins leikskóla í hverju sveitarfélagi.

 

Sjá nánar um verkefnið hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is