Raddir barna

Í samningi Sameinuðu Þjóðanna um rétt barnsins er lögð áhersla á að ung börn séu sjálfstæðir borgarar með viðhorf sem taka beri alvarlega. Þau hafi rétt á að láta í ljósi skoðanir sínar og séu hæf til að gefa upplýsingar um eigin reynslu og skoðanir. Skilningur á viðhorfum barna er því afar mikilvægur við stefnumörkun í menntamálum og þróun skólastarfs og er bókin framlag í þann brunn.

Ritstjórar eru Jóhanna Einarsdóttir og Bryndís Garðasdóttir

Sérstök umfjöllunar efni bókarinnar eru:

  • Réttur barna til að vera höfð með í ráðum
  • Hæfileiki barna til að deila upplýsingum um reynslu sína
  • Einstakar túlkanir barna og viðbrögð við reynslu
  • Breytt viðhorf til barna sem endurspegla réttindi þeirra og hæfileika
  • Þróun á aðferðarfræði sem styður við þessi breyttu viðhorf
  • Aðferðir sem eru við hæfi, þegar sjónarhorn barna eru rannsökuð
  • Áhrif radda barna á stefnumörkun, starfshætti og rannsóknir

 

Bókin Raddir barna var gefin út haustið 2012 í kjölfar rannsóknar sem bar heitið raddir barna en markmið hennar var að öðlast skilning og auka þekkingu á viðhorfum og hugmyndum ungra barna ýmsum þáttum í daglegu lífi þeirra og skólagöngu. Jafnframt að þróa aðferðir til að rannsaka sýn barna og þá merkingu sem þau leggja í tilveru sína.

Kaflahöfundar eru:

Jóhanna Einarsdóttir

Hrönn Pálmadóttir

Guðrún Bjarnadóttir

Elsa Sigríður Jónsdóttir

Anna Magnea Hreinsdóttir

Bryndís Garðasdóttir

Kristín Karlsdóttir

Gunnhildur Óskarsdóttir

Þórdís Þórðardóttir

Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is