SIGNALS

                

SIGNALS Evrópusamstarfsverkefni
S
trengthening Activity-Oriented Interaction and Growth in the Early Years and in Transitions

 

SIGNALS rannsóknin er hluti af Evrópuverkefni, Comenius, Lifelong Learning Programme. Þátttökulönd auk Íslands eru Danmörk, Svíþjóð, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland og Rúmenía. SIGNALS stendur fyrir Strengthening Activity-Oriented Interaction and Growth in the Early Years and in Transition. Lykilhugtök eru samstarf (cooperation), þátttaka (participation) og samskipti (interaction). Verkefnið felur í sér rannsóknir á samstarfi starfsfólks, foreldra og barna um nám og vellíðan í leikskólastarfi.  Þátttökulöndin fara ólíkar leiðir við að útfæra verkefnið. Danmörk framkvæmir rannsókn á heilsu í leikskóla, Svíþjóð vinnur  verkefni um tvítyngd börn, verkefni Þýskalands er um aukið rými til leikja utan dyra, verkefni Grikklands er um eflingu málþroska í leik og söng, Ungverjaland er með tvö verkefni: 1-3ja ára börn, leikskólabyrjun og 3-6 ár börn, byrjendalæsi, og Rúmenía mun stefna að því að auka samvinnu foreldra, starfsfólks og barna í leikskóla. Íslenska verkefnið sem fram fer í einum leikskóla í Reykjavík felst í starfendarannsókn um samvinnu leikskóla og grunnskóla með þátttöku barna, starfsfólks og foreldra. Það tengist ákvæðum í Aðalnámskrá leikskóla (2011) og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

 

HÉR má nálgast allar helstu upplýsingar um SIGNALS 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is