Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir

Fimmtudaginn 16. mars 2017 var Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir með Morgunrabb RannUng.

Námsleikir fyrir leikskólabörn 
með áherslu á orðaforða og efnafræðileg viðfangsefni

 Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir lauk M.Ed. í Náms- og kennslufræði með áherslu á Mál og læsi 2016. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari 1992 og hefur síðan þá sinnt allt frá leikskólakennslu til leikskólastjórnunar í leikskólum í Reykjavík og lokið námi m.a. í sérkennslufræðum.    

Rannsóknin sem Sigurlaug kynnir hafði það að markmiði að þróa leiðir í leikskólastarfi til að auka orðaforða barna og jafnframt að auka skilning þeirra á eiginleikum efna í umhverfinu. Unnið var að þróun námsleikja þar sem fengist er við að efla orðaforða í tengslum við efnafræðileg viðfangsefni. Rannsóknin var unnin í tengslum við meistaraverkefni og Hauk Arason leiðbeinanda. 

Upptaka

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is