Yngstu börnin í leikskólakennaramenntun

Yngstu börnin í leikskólakennaramenntun á Norðurlöndum - Nordplus

Ung börn í hópum innan leikskólakennaramenntunarinnar er Nordplus-verkefni sem unnið er í samstarfi RannUng, Háskólans í Osló, Háskólans í Gautaborg og Háskólans í Árósum.
 
Verkefnið hófst árið 2010 og er markmiðið að efla kennslu um börn undir þriggja ára aldri í viðkomandi háskólum. Stefnt er að því að skipuleggja sameiginleg námskeið um yngstu börnin, sem hægt yrði að tengja bæði grunn- og meistarastigi í leikskólakennaranáminu. Vinna starfshópsins byggir að hluta til á því að deila upplýsingum og þekkingu milli landanna til þess að tryggja gæði í væntanlegri kennslu þátttöku háskólanna.
 
Verkefnið felur í sér: Greiningu á núverandi námskrám í þátttöku háskólunum, Söfnun og úrvinnslu gagna um starf með yngstu börnunum í ólíkum leikskólum þar sem sérstaklega er horft til stærðar og skipulags ásamt fjölda barna á deildum. Auk þess verður sameiginlegt námskeið háskólanna mótað ásamt ritun fræðigreina þar sem áhersla verður lögð á yngstu leikskólabörnin.
 
Stjórnandi verkefnisins  hér á landi er: Hrönn Pálmadóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is