Um stofuna

Að rannsóknarstofunni standa Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Háskólinn á Akureyri. 

Markmið og starfsreglur
1.  Rannsóknarstofan mun beita sér fyrir rannsóknum og þróunarverkefnum með áherslu á skapandi skólastarf.
 
Hlutverk stofunnar er að rannsaka skapandi skólastarf á öllum stigum
skólakerfisins, standa fyrir viðburðum, taka þátt í ráðstefnum og fundum til að miðla þekkingu á sviði stofunnar. Stofan verði vettvangur fyrir og taki þátt í umræðu um skapandi skólastarf og taki að sér verkefni sem til hennar er beint. Stefnt verði að því að skapa vettvang fyrir meistara- og doktorsnema til að taka þátt í rannsóknum og taka að sér rannsóknarverkefni sem til stofunnar er beint. 
 
Stjórn  stofunnar mun setja nánari ramma um starfsemi hennar. Áhersla verður lögð á lýðræðislega þátttöku og að þátttakendur stofunnar komi víðsvegar að. Í þeim anda skal stofan vera í stöðugri þróun og taka tillit til hugmynda og tillagna sem beint er til hennar frá þátttakendum stofunnar og öðrum áhugasömum um skapandi skólastarf. Leitast verður við að hafa samstarf við aðrar rannsóknarstofur eins og við á þar sem skapandi skólastarf er mjög þverfaglegt. 
 
2.  Stjórn stofunnar skipa fimm manns með þremur skilgreindum hlutverkum: formanns, ritara og varaformanns..
 
3.  Allir aðilar stofunnar geta komið með tillögur um verkefni og geta komið þeim á framfæri við stjórn stofunnar og geta einnig tekið þátt í framkvæmd þeirra. 
 
Meðal viðfangsefna gætu verið: kennsluaðferðir, skólaþróun,
námskrár, námsefni, námsgögn,  skipulag náms og kennslu og námsmat.
 
4.  Rannsóknarstofa um skapandi skólastarf hefur aðsetur á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og starfar undir hatti Menntavísindastofnunar MVS.
 
 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is