Menntakvika verður næst 9. október 2020

Starfsþróun Menntavísindastofnunar starfar á fagsviði uppeldis, menntunar og þjálfunar og er ætlað að þjóna þeim fagstéttum sem Menntavísindasvið menntar.

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun (RAUN) beitir sér fyrir rannsóknum og þróunarverkefnum á sviði náttúrufræðimenntunar og annars skipulags náms og kennslu.

Helstu viðfangsefni rannsóknastofunnar eru:
• Kennslufræði náttúrugreina á öllum stigum skólakerfisins
• Saga náttúrufræðimenntunar á Íslandi.
• Að standa fyrir ráðstefnum og fundum til að miðla þeirri þekkingu sem aflað er.
• Að skapa vettvang fyrir meistara-­ og doktorsnema til að taka þátt í rannsóknum.
• Að taka að sér rannsóknaverkefni sem til stofunnar er beint.

Meðal sértækra viðfangsefna má telja kennsluaðferðir, skólaþróun, námskrár, námsefni
námsgögn, skipulag náms og kennslu, námsmat.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is