Samstarf

Menntavísindastofnun á samstarf við fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila innan sviðs og utan vegna rannsókna og starfsþróunar.  Á Menntavísindasviði eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntunar, uppeldis og þjálfunar í þeim tilgangi að skapa nýja þekkingu íslensku samfélagi til hagsbóta. Markmiðið er að efla rannsóknir og leitast við að tryggja að skipulag og þróun íslenskra fræðslu- og menntamála verði byggt á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma.
 
Fjölmörg verkefni tengd rannsóknum og starfsþróun eru á könnu Menntavísindastofnunar.
Innan stofnunarinnar hefur meðal annars verið unnið að:
 • Samstarfi um aðgengi að gögnum frá sviði til ráðuneytis og frá ráðuneyti til sviðs í tengslum við rannsóknir tengdum leikskólanámi.
 • Samningum um eignarhald og aðgengi að gögnum.
 • Samráði um aðgengi að nemendum til rannsókna í skólum.
 • Uppsetningu gagnagrunns fyrir rannsóknargögn rannsakenda á sviðinu.
 • Könnunum í tengslum við leikskólanámið.
 • Spurningakönnun og úrvinnslu fyrir RannKYN.
 • Spurningakönnun fyrir námsbraut í þroskaþjálfun.
 • Samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins við framkvæmd rannsóknar til að meta áhuga fólks með litla skólagöngu til að sækja endurmenntun.
 • Fræðslu og ráðgjöf vegna innleiðingar aðalnámskrár fyrir leik- og grunnskóla.
 • Samstarfi við skólaskrifstofur um ráðgjöf og fræðslu.
 • Fyrirlestraröðum um grunnþætti menntunar.
 • Fyrirlestraröðum um námssvið í nýrri aðalnámskrá.
 • Utanumhaldi á stökum einingabærum námskeiðum fyrir deildir Menntavísindasviðs.
Helstu samstarfsaðilar varðandi rannsóknir og starfsþróun eru:
 • Rannsóknaráð Menntavísindasviðs
 • Doktorsráð  Menntavísindasviðs
 • Starfsþróunarnefnd Menntavísindasviðs
 • Vísinda og nýsköpunarsvið HÍ
 • Mennta- og menningarmálaráðuneyti
 • Menntamálastofnun
 • Reykjavíkurborg
 • Samband íslenskra sveitarfélaga
 • Skólaskrifstofur
 • Einstaka skólar
 • Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is