Samþætting námsgreina- lýðræði og sköpun í skólastarfi

 
Samkvæmt Aðalnámskrá frá 2011 eiga fimm grunnþættir menntunar sem eru; læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun, að tvinnast saman, eða samþættast og mynda uppistöður þekkingar, leikni og hæfni nemandans í gegnum öll skólastigin. Lögð er áhersla á að þessir grunnþættir séu óháðir námsgreinum en starfshættir sem taka mið af samþættingu námsgreina eru öðrum fremur líklegir til að geta komið til móts við þessar hugmyndir.
 
Hvert er markmiðið með námskeiðinu?
Markmið námskeiðsins er að brjóta til mergjar hugmyndir um heildstæða kennslu, samþættingu námsgreina, fjölbreyttar kennsluaðferðir og skapandi starf.
 
Hvert er innihald námskeiðsins?
Mikilvægt er að hafa í huga að nemendur sem nú stunda nám í grunnskólum verða virkir þjóðfélagsþegnar langt fram á þessa öld. Margir þeirra munu vinna störf og með tækni sem enn hefur ekki verið fundin upp. Með hliðsjón af þessu þarf að haga námi þannig að það ýti undir áræðni nemenda, að þeir þori að koma hugmyndum sínum á framfæri og geti bæði gagnrýnt og tekið gagnrýni. Samþætting námsgreina felur í sér fjölmörg tækifæri til samvinnu kennara (hvetur t.d. til teymiskennslu) um flest þau viðfangsefni sem glíma þarf við á grunnskólastigi og þjálfar nemendur í margvíslegum vinnuaðferðum. Kynntar verða kennsluaðferðir þar sem nemendur fá tækifæri til að taka virkan þátt í undirbúningi og mótun viðfangsefna hverju sinni og verða dæmi gefin úr skólastarfi. Samþætting námsgreina krefst fjölbreyttra kennsluaðferða og felur í sér margs konar tilefni til skapandi starfs. Þátttakendur fá tækifæri til að skipuleggja viðfangsefni til að reyna í eigin kennslu.
 
Tími:
40 stundir
9. og 10. ágúst kl. 9:00-15:00
Síðari tímasetningar verða ákveðnar í samráði við þátttakendur
 
Kennarar:
Lilja M. Jónsdóttir o.fl. sérfræðingar af Menntavísindasviði
 
Kennslustaður:
Menntavísindasvið v. Stakkhlíð
 
Verð: 
42 000,- (námskeiðið er niðurgreitt af Endurmentunarsjóði grunnskóla).
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is