Skapandi kennsluhættir haust 2014

Námskeiðið er ætlað leik- og grunnskólakennurum sem vilja auka þekkingu sína og færni í skapandi kennsluháttum. Unnið verður með fjölbreyttar leiðir og tekið verður mið af reynslu og áhuga hvers kennara.

Lögð verður áhersla á skapandi vinnuferli, frjóa og gagnrýna umræðu og virkni nemenda í gegnum allt námsferlið.

Stefnt er að því að kennarar auki færni sína í að efla sköpun nemenda í gegnum fjölbreytt viðfangsefni. Eitt af markmiðum námskeiðsins er að efla samstarf kennara.

 

Vinnulag: Staðnám og fjarnám. Verkleg tilrauna- og þróunarvinna. Unnið verður með fræðileg viðfangsefni samhliða annari vinnu. Umræður og verkefnaskil í vinnulotum og á námsvef. 

Námskeiðið byrjar með staðlotu laugardaginn 23. ágúst og lýkur með staðlotu í  október. Það er skyldumæting í fyrri staðlotu en þeir sem ekki geta mætt í seinni staðlotu verða í sambandi á námsvef.

 

Verð:  65 000,-

Umsóknarfrestur er til 18. ágúst

Umsjón: Sigrún Guðmundsdóttir

Kennarar: Sigrún Guðmundsdóttir o.fl.

Kennslan fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is