Skóli án aðgreiningar

 
Skóli án aðgreiningar er opinber menntastefna landsins sem er bundin í alþjóðasamþykktir. Hún snýst um bætta menntun kennara, skipulag skóla, náms og kennslu sem hefur að leiðarljósi vandaða menntun allra, lýðræði og félagslegt réttlæti í skólum. Þessi menntastefna er ein af þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og yfirlýst menntastefna Evrópusambandsins og fjölmargra annarra ríkja og alþjóðastofnana.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is