Rannsóknir

Út er komin hjá NOVA science publishers bókin  Social Policy and Social Capital-Parents and Exceptionality 1974-2007 eftir Dóru S. Bjarnason.  Bókin birtir niðurstöður eigindlegrar rannsóknar á reynslu foreldra fatlaðra barna og ungmenna á Íslandi af því að eignast og ala upp fatlað barn og hvernig sú reynsla er mótuð af tíðaranda og ýmist gerð flóknari eða auðveldari eftir því hvernig formlegum (opinberum) og óformlegum stuðningi við fötluð börn og fjölskyldur þeirra hefur verið háttað.
Niðurstöður minna um margt á niðurstöður erlendra rannsakanda á þessu sviði, en það sem gerir þessa bók sérstaka er að hér er fjallað um reynslu foreldra af stuðningi vegna fötlunar barns yfir 33 ára tímabil mikilla breytinga á opinberri stefnu í félags-, mennta- og heilbrigðisþjónustu og mikilla þjóðfélags- og efnahagsbreytinga. Enn fremur eru raddir feðra látnar hljóma sérstaklega og fjallar einn kafli bókarinnar um feður en það er nokkurt nýmæli. Rannsóknin var styrkt af Rannís og rannsóknarsjóði KHÍ og síðar HÍ.
Rannsóknarspurningarnar voru: Hvernig orkar stefna stjórnvalda í velferðarmálum fatlaðs fólks á ,,lífsgæði” fjölskyldna með fötluð börn á tímabilinu? Hvaða formlegan og óformlegan stuðning gátu foreldrar leitað í á tímabilinu, hvernig hefur slíkt breytt hugsmíðinni um fötlun í fjölskyldum og hvers vegna? Rannsóknin fellur innan ramma fötlunarfræða og félagsfræði.
Rannsóknin beindist að 75 íslenskum fjölskyldum (75 mæðrum og 51 föður), sem áttu eitt eða fleiri fötluð börn (samtals 90 fötluð börn) sem fædd voru á tímabilinu 1974-2007. Fötlun barnanna er af ýmsum toga, en þau eiga það öll sameiginlegt að vera greind með alvarlega fötlun samkvæmt flokkunarkerfi Tryggingarstofnunar ríkisins. Fjölskyldurnar koma úr öllum stéttum samfélagsins og alls staðar að af landinu. Þær voru valdar með hliðsjón af því að endurspegla íslenskar fjölskyldur til sjávar, sveita, úr þéttbýli og dreifbýli, fólk með ólíka reynslu, trú og kynhneigð.
 
 
Út er komin á vegum Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar bókin Nám fyrir alla-Undirbúningur, kennsla og mat í skóla margbreytileikans. Þýðingu annaðist Ásta Björk Björnsdóttir sérkennari og kennsluráðgjafi. Bókin er samin af hópi kennara og er afrakstur 15 ára þróunarstarfs. Hugmyndum bókarinnar er ætlað að styrkja alla kennara í kennslu sinni og benda á nýjar leiðir í samstarfi bekkjarkennara og sérkennara. Bókin fæst í bóksölu Menntavísindasviðs og Bóksölu stúdenta og hjá Háskólaútgáfunni.
 
Grein um skóla án aðgreiningar eftir Dóru S. Bjarnason:
 
What is (Special) Education. (Ný útgáfa frá mars 2010).
 
Viljum við benda áhugasömum um SÁA á bókina Disability & The Politics of Education
 
Ritstýrð af: Susan L. Gabel & Scott Danforth
 
Formáli eftir Len Barton
 
Útgefandi er Peter Lang (2008)
 
Tvöfalt tímarit tileinkað skóla án aðgreiningar
 
Einnig er hægt að nálgast þetta tímarit og önnu í sama flokki á vefsíðunni: http://www.informaworld.com/
 
International Journal of Inclusive Education
 
Special Double Issue of International Journal of Inclusive
Education
 
We are happy to share that there is a special double edition of the
International Journal of Inclusive Education dedicated to Disability Studies
in Education, Volume 12, (5-6).
 
Guest Editors:
David J. Connor
Susan Gabel
Deborah Gallagher
Missy Morton
 
(1) Disability Studies and Inclusive Education–Implications for Theory,
Research, and Practice: Guest Editors’ Introduction David J. Connor, Susan
Gabel, Deborah Gallagher & Missy Morton.
 
(2) Autism as Metaphor: Narrative and Counter-Narrative Alicia Broderick,
Teachers College, New York City, USA, & Aree Ne’eman, New York
 
(3) Physical and Social Organization of Space in a Combined Credential
Program: Implications for Inclusion
Kathryn Young, Inclusive Practices Project, University of Aberdeen, Scotland
 
(4) Changing the Script: Race and Disability in Lynn Manning’s ‘Weights’
Beth A. Ferri, Syracuse University, USA
 
(5) Who’s in, Who’s out of New Zealand Schools? How Decisions are Shaped Rod
Willis & Margaret A. McLean, Auckland University, New Zealand
 
(6) Institutional Stories and Self Stories: Investigating Peer
Interpretations of Significant Disability Kala Narian, Teachers College, New
York City, USA
 
(7) Lessons from the 1%: Children with Labels of Severe Disabilities and
their Peers as Architects of Inclusive Education Judy K. C. Bentley,
Cortland, State University of New York, USA
 
(8) Worlds Remade: Inclusion through Engagement with Disability Art Linda
Ware, Geneseo, State University of New York, USA
 
(9)’I Connected’: Reflection and Biography in Teacher Learning Toward
Inclusion Susan Baglieri, Long Island University, New York, USA
 
(10) Teaching about Disability: A ‘Moral’ Task for Adult Educators?
Margaret McClean, University of Auckland, New Zealand
 
(11) Career and Community Studies: An Inclusive Liberal Arts Program for
Youth with Intellec tual Disabilities Richard Blumberg, Stuart Carroll, &
Jerry Petroff, College of New Jersey, USA
 
(12) The Perception of Basic Education School Teachers Towards Inclusive
Education in the Hohoe District of Ghana Ocloo Mark Anthony & Subbey Michael
 
(13) Developing Inclusive Schools: A Systemic Approach William Kinsella &
Joyce Senior, University College, Dublin, Republic of Ireland
 
Áhugavert tímarit
 
Disability & Society
 
Leiðandi tímarit í fötlunarfræðum
 
Einnig hægt að nálgast á vefslóðinni: http://www.ingentaconnect.com
 
Eftirfarandi er grein eftir Dóru S. Bjarnason, birtist í Fréttablaðinu 29. október 2008:
 
 
 
Við og “Hinir”: Mannauður og menntun allra eru dýrmætasta eign Íslands
 
Menntamálaráðherra sendi öllum skólastjórnendum tölvupóst í síðustu viku, þar sem þeir voru hvattir til að standa vörð um nemendur. Þar segir meðal annars: “Þau gildi sem liggja til grundvallar starfi í skólum eru umburðarlyndi og kærleikur og að skólinn stuðli að velferð nemenda í víðum skilningi. Á óvissutímum í þjóðfélaginu er mikilvægt að skólinn sé griðarstaður nemenda og að jákvæðum skólabrag sé haldið á lofti”. Þetta eru orð í tíma töluð. Mikilvægasti auður þessarar þjóðar er mannauðurinn, auðurinn sem liggur í okkur öllum, menntun okkar, dugnaði, bjartsýni, ráðdeild og samstöðu. Þann auð þurfa börnin okkar og unglingar að erfa. Börnin og unga fólkið okkar er langflest mannvænlegt, duglegt og bjartsýnt. Flest eiga vísan stuðning vina, fjölskyldu og umhyggjusamra kennara. Skólarnir á öllum skólastigum eru ásamt fjölskyldunum hornsteinar, gróðrarstía og verndarar þessa auðs. Íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár. Þetta á ekki aðeins við um efnahagslífið og neyslu. Fátækt og erfiðar fjölskylduaðstæður hafa á öllum tímum komið niður á börnum, ekki síst þeim sem viðkvæmust eru. Þetta vitum við af sögunni, og þetta vita umboðsmaður barna, yfirvöld barnaverndar, félags- og heilbrigðismála, og allir sem koma að málefnum barna og ungmenna hvort sem um er að ræða foreldra, fagfólk eða vísindafólk. Samvera fjölskyldunnar er þar oft besta forvörnin ásamt góðum skólum. Viðkvæmustu börnin þarfnast mestrar verndar. Börn með einhvers konar sérþarfir eru þarna á meðal. Ef þau eiga ekki fjölskyldur og vini sem geta haldið utan um þau og stutt þau heima, í skólanum og á öðrum vettvangi lífsins getur þeim verið mikill vandi á höndum. Það að aðgreina slík börn langtímum saman frá jafnöldrum, jafnvel þótt í góðu skyni sé, getur orkar letjandi á sjálfsmat þeirra og sjálfsvirðingu. Þau geta upplifa sig sem “Hinir”, öðru vísi og minna virði en allur þorri jafnaldra. Höfnun, virðingarleysi og útilokun geta verið dýrkeypt. Breiðavíkurskýrslan ætti að minna okkur á að það að vera settur í hóp “Hinna” á ungum aldri hefur afleiðingar. Rannsóknir og frásagnir fólks sjálfs sýna vel að þetta á líka við þegar litið er til reynslu barna sem sett voru utan garðs, á þar til gerðar stofnanir eða þeim skipað í sértæk úrræði fyrir tiltekinn flokk “Hinna”. Á undanförnum áratugum hefur Ísland vakið athygli víða um heim fyrir það að skólarnir okkar sinna mun stærra hlutfalli nemenda með sérþarfir í almennum skólum og bekkjum en víðast í nágrannalöndum okkar. Ný íslensk rannsókn á viðhorfum kennara til nemenda með þroskaskerðingu sýna að kennarar láta sér mjög annt um þá nemendur sem aðra nemendur og vilja þeim vel. En þegar álag á skólana á öllum skólastigum er líklegt til að aukast þarf að styðja vel við kennara og gera þeim kleift að vinna betur saman, svo þeir geti sett styrk sinn og hæfileika í púkkið án þess að brenna út. Menntamálaráðherra minnir á það í tölvupósti sínum að skólinn þurfi að “vera griðarstaður nemenda”. Það merkir að skólinn kappkosti að öllum nemendum líði vel, umhverfið sé tryggt og jákvætt, og að þeir finni að virðing sé borin fyrir þeim, að hlustað sé á þá, og þeim gefist kostur á að læra hvort tveggja námsefnið og leikreglur lýðræðis og jákvæðra samskipta. Ef ekki tekst nægilega að styðja kennara er hætta á að umhyggja og samviskusemi kennara snúist upp í vanmátt og þeir leiti leiða til að fjarlægja “erfið börn”, börnin sem sum hver hafa meðferðis greiningu, og sem allra helst þarfnast stuðnings, vináttu og hlutdeildar í námi og samfélagi skólans og bekkjarins. Hingað flykktust útlendingar til starfa á ofanverðri 20 öld og allt fram á þetta ár. Þetta fólk kom í leit að vinnu og betri lífskjörum en völ var á í heimalandinu. Margt af þessu fólki mun, ef að líkum lætur nú hverfa annað, einkum einhleypir karlmenn. En ef að líkum lætur verða margar fjölskyldur hér áfram, svo og erlendar konur einar eða með börn sín og íslenskra eða erlendra feðra. Þessu fólki þurfa skólarnir að geta sinnt af alúð og bestu fáanlegri þekkingu. Ef það mistekst þá eru líkur á að börnin og ungmennin flosni úr tengslum við samfélagið eða nái ekki að tengjast því. Þetta er raunin í mörgum evrópskum stórborgum nú þegar og býður hún þeirri hættu heim að til verði fátæktarhverfi þar sem önnur menning, tunga og trú sé ríkjandi en í samfélaginu. Tengsl milli einstaklinga og stofnanna skortir og ungviðið missi von um vinnu og framtíð. Slíkt ungviði á erfitt um vik að afla sér virðingar nema þá helst í einsleitum götugengjum, finnur sig utanveltu og óvelkomið. Slíkt brýtur í sundur friðinn og kyndir undir fordómum á báða bóga. Skólarnir eru einu stofnanir samfélagsins sem geta unnið á móti þessu. Þeir geta verið og ættu að vera lím samfélagsins. Skólarnir eru því mikilvægasta tæk okkar til að efla gagnkvæmni, sjálfsvirðingu þegnanna, virðingu fyrir öðrum og fyrir leikreglum lýðræðis og réttarríkis. Skólinn okkar er og verður skóli margbreytileikans. Hann getur verið auðlegð sem veitir okkur öllum víðari sýn á mann og heim. Það að eiga trú á sjálfan sig, eiga vini og hlutdeild í skólanum, er forsenda þess að nemendum líði vel, séu vongóðir og nýti hæfileika sína sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Ég tek undir með menntamálaráðherra í tölvupósti til skólastjórnenda en þar segir: “Íslenska menntakerfið er sterkt og gegnir lykilhlutverki í að skapa auðlegð velmenntaðra einstaklinga sem móta munu íslenska framtíð”. Leggjumst, með biskupinum, á árar þekkingar og siðvits og tökum ekki við hlutverki “Hinna”, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Sjálfsvirðing er grunnur þess að aðrir virði okkur og forsenda þess að við höfum sjálfstrausti til að takast á við erfiðar brekkur. Dóra S. Bjarnason, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar
 
ELDRA EFNI
 
júní 2013
maí 2013
nóvember 2012
maí 2012
júní 2011
apríl 2011
febrúar 2011
nóvember 2010
september 2010
maí 2010
desember 2009
nóvember 2009
október 2009
ágúst 2009
júlí 2009
maí 2009
febrúar 2009
júlí 2008
maí 2008
Theme: Coraline by Automattic. 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is