Um stofuna

Rannsóknarstofan
 
Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar var stofnuð sumarið 2008. Sumarið fór í að afla fjár til rekstursins, sækja um styrki o.fl. Tvö verkefni voru haldin á vormisseri 2009, eins dags ráðstefnu um stöðu þekkingar hér á sviðinu var haldin í febrúar og ungmennaráðstefna var haldin í maí 2009. RSÁA hlaut styrk fyrir milligöngu Þroskahjálpar upp á 3500 evrur frá PROGRESS, sem er vettvangur Evrópubandalags í þeirri viðleitni að efla félagslegt réttlæti, “inclusion” og jöfnuð í ríkjum EB.
 
Við stefnum ótrauð að því að efla RSÁA til góðra verka með því að halda áfram að róa.  Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands hefur lýst yfir áhuga á að leita leiða til að styðja við starfsemi Rannsóknarstofanna við sviðið.  Nemendur í framhaldsnámi í sérkennslufræðum eru mikill aflvaki í þessu árferði. Þeir eru í óða önn að undirbúa þróunarverkefni sem taka til skóla án aðgreiningar (skóla margbreytileikans), lýðræðis og félagslegs réttlætis í almennum skólum á öllum skólastigum. Stefnt er að því að RSÁA styðji við bakið á þessum þróunarverkefnum í samvinnu við skóla og skólaskrifstofa svo þau komist sem flest til framkvæmda.  Dæmi um slík verkefni eru:
 
* Verkefni sem tekur til nemenda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og úrræði skólans til þess að bæta líðan og árangur í námi.
* Notkun persónubrúða í skólastarfinu. Að nota brúður til þess að skapa fullorðnum leið að því að veita börnum félagslegan stuðning og efla mannréttindi í skóla.
* Stærðfræði byggð á skilningi leikskólabarna.
* Viðbrögð skólasamfélagsins við nemendum sem eiga erfitt með að hegða sér eftir settum reglum.
* Samstarf foreldra og leikskóla. Að efla samstarf leikskóla og foreldra kringum einstaklingsmiðað nám.
* Fullgild þátttaka allra í útinámi.
* Foreldrasamstarf í leikskóla margbreytileikans.
* Við erum einstök: Að nýta sameiginlega styrk og taka upp ný vinnubrögð í skólanstofunni sem miða að því að nemendur og kennarar eflist í samstarfi og líti á sig sem mikilvægan hluta af námshópi.
* Tveir til fjórir útvarpsþættir
* Heildstæður skóli með barnið í brennidepli. Kennsla og stuðningur og heimanám ásamt tómstundastarfi sé samfelldur vinnudagur hjá nemendum og starfsfólki..
* Danska fyrir alla í 7.-9. bekk.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is